Löndin þar sem þú færð meira eða minna fyrir krónurnar

sviss skidaskali

Sá sem fer í dag til Bandaríkjanna í frí borgar ríflega fimmtungi meira fyrir gistingu og uppihald en sá sem var í sömu sporum fyrir ári síðan. Sá sem fer í dag til Bandaríkjanna í frí borgar ríflega fimmtungi meira fyrir gistingu og uppihald en sá sem var í sömu sporum fyrir ári síðan. Í Noregi og Svíþjóð er hins vegar ódýrara að vera.
Íslenska krónan er ekki eini gjaldmiðill sem sveiflast upp og niður. Undanfarna mánuði hefur krónan þó sótt í sig veðrið en það hefur líka bandaríski dollarinn gert. Í samanburði við krónuna hefur dollarinn styrkst um 22 prósent sl. ár og sömu sögu er að segja um dollarann í Hong Kong, maltnesku líruna og latinn í Lettlandi. Íslenskir ferðamenn í þessum löndum fá því nokkru minna fyrir krónurnar sínar í þar núna en á sama tíma í fyrra. Breska pundið hefur styrkst um tíund gagnvart krónunni.

Rúblan hrapar

Þeir sem heimsækja Rússland heim í dag fá um fjórðungi fleiri rúblur fyrir krónurnar í dag en í fyrra. Á móti kemur að verðbólga er há í landinu og því ekki víst að verðlag veitingastaða og hótela hafi lækkað um 26 prósent í krónum talið. Verðlag er hins vegar stöðugt í Noregi og Svíþjóð og eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá eru krónur frændþjóðanna tveggja mun lægra skráðar núna en í fyrra. Verðið á evrusvæðinu hefur líka lækkað fyrir þá ferðamenn sem hafa tekjur í íslenskum krónum.