Milljónasektir fyrir að krota á kennileiti

colosseum rom

Rómarreisa þriggja ferðamanna reyndist þeim ákaflega dýrkeypt enda taka heimamenn hart á skemmdarvörgum. Rómarreisa þriggja ferðamanna reyndist þeim ákaflega dýrkeypt enda taka heimamenn hart á skemmdarvörgum.
Colosseum, stærsta hringleikahús Rómarveldis, var vígt fyrir nærri tvö þúsund árum og er í dag eitt helsta tákn höfuðborgar Ítalíu. Rústirnar eru því skyldustopp hjá ferðalöngum í Róm og daglega koma þangað þúsundir manna til að skoða og taka myndir. Sumir láta sér það þó ekki nægja og síðustu mánuði hafa þrír ferðamenn verið gripnir við að rista einkennisstafi sína í veggi hringleikahúsins.  

Skilorðsbundinn dómur og há sekt

Um er að ræða tvo bandaríska bræður og einn Rússa. Þeir fyrrnefndu bíða nú dóms en Rússinn var dæmdur í fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi og sektaður um sem samsvarar þremur milljónum íslenskra króna. Búist er við að Bandaríkjamennirnir fái sambærilega refsingu þó þeir hafi beðist afsökunar á gjörðum sínum og sagt að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika brotsins. En bræðurnir voru teknir þar sem þeir tóku myndir af sér við risturnar. 
Í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á beint áætlunarflug héðan til Rómar.
Smelltu hér til að sjá hvaða flugfélög fljúga hvert í sumar frá Keflavíkurflugvelli.