Minna um þjófnað úr innrituðum farangri

taska faeriband

Árlega er stolið úr töskum tuga íslenskra flugfarþega eftir að þeir hafa skilað farangringum til flugfélagsins. Árlega er stolið úr töskum tuga íslenskra flugfarþega eftir að þeir hafa skilað farangringum til flugfélagsins. Tilfellunum fer þó fækkandi á milli ára.
Hjá stórum hluta flugfélaganna sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar þurfa farþegarnir að borga aukalega þúsundir króna fyrir að innrita farangur. Það eru því vafalítið margir sem aðeins ferðast með handfarangur en barnafjölskyldur og þeir sem ætla út í nokkra daga komast varla hjá því að losa sig við töskurnar við innritunarborðin. 

Léttir að sjá töskurnar birtast

Þegar komið er á áfangastað birtast töskurnar svo á farangursbeltinu og það er oft ákveðinn léttir að sjá þær renna eftir færibandinu því það setur vissulega strik í reikninginn ef farangurinn týnist. En þó töskurnar skili sér þá er ekki víst að allt sé með felldu því að það kemur fyrir að stolið er úr farangri á þeim tíma sem líður milli þess sem honum er skilað við innritun og þar til hann er sóttur á ný við lok flugferðar. 

Færri tjón en fleiri ferðir

Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum Sjóvá og Vís var tilkynnt um nokkra tugi þess háttar tjóna hjá félögunum tveimur á síðasta ári. Út frá markaðshlutdeild þessara fyrirtækja má reikna með að innan við hundrað viðskiptavinir íslensku tryggingafélaganna hafi lent í þess háttar þjófnaði í fyrra. Samanlagt fækkaði tilfellunum hins vegar hjá tryggingafélögunum tveimur frá því í fyrra en utanferðum Íslendinga fjölgaði á sama tíma um tæplega tíund. 
Ekki er hægt að greina mun á fjölda tilfella eftir því hvort flogið er til og frá Íslandi eða milli tveggja erlendra flugvalla. 

Verðmæti í handfarangri

Þó tilfellin séu fá þá gæti borgað sig fyrir flugfarþega að taka það allra verðmætasta með sér í handfarangri. Sama gildir um hluti sem ekki er hægt að vera án í ferðalaginu ef taskan skildi ekki skila sér á réttum tíma eða týnast.