Mun ódýrari farmiðar til London í júní

fargjold19mar

Þeir sem ætla til höfuðborgar Bretlands í annarri viku júnímánaðar geta í dag bókað mun ódýrari ferðir en þeir sem voru í sömu sporum sl. þrjú ár. Þeir sem ætla til höfuðborgar Bretlands í annarri viku júnímánaðar geta í dag bókað mun ódýrari ferðir en þeir sem voru í sömu sporum sl. þrjú ár. Farmiðar til Kaupmannahafnar og Óslóar eru einnig hagstæðari en áður.

Frá því ársbyrjun 2012 hefur Túristi gert mánaðarlegar verðkannanir á fargjöldum til London, Kaupmannahafnar og Óslóar en til þessara borga er oftast flogið til frá Keflavíkurflugvelli. Niðurstaða könnunar dagsins sýnir að sá sem bókar í dag farmiða til borganna þriggja eftir tólf vikur fær flugið fyrir nokkru minna en áður. Eins og sjá má á súluritinu hér fyrir ofan þá hafa ódýrustu fargjöldin til London sveiflast töluvert milli ára hjá easyJet og félagið býður nú töluvert ódýrari farmiða en bæði Icelandair og WOW air.

Ódýrustu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Óslóar eftir 4 og 12 vikur*. 

  Vika 16 (13.-19.apr). Vika 24 (8.-14.júní)
London:    
easyJet 25.799 kr. 23.518 kr.
Icelandair 44.485 kr,. 41.895 kr.
WOW air 33.272 kr. 30.172 kr.
     
Kaupmannahöfn:    
Icelandair 38.995 kr. 36.395 kr.
WOW air 36.612 kr. 29.552 kr.
     
Ósló:    
Icelandair 33.935 kr. 34.835 kr.
Norwegian 19.757 kr. 21.277 kr.
SAS 25.075 kr. 30.145 kr.


*Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.