Nektarmyndatökur ferðalanga valda vandræðum

angor

Undanfarið hafa borist fréttir af túristum hér á landi sem fylgja ekki umgengnisreglum við þekkta ferðamannastaði. Í Kambódíu eru klæðalausir ferðamenn einnig áhyggjuefni yfirvalda. Undanfarið hafa borist fréttir af túristum hér á landi sem fylgja ekki umgengnisreglum við þekkta ferðamannastaði. Í Kambódíu eru klæðalausir ferðamenn áhyggjuefni yfirvalda.
Síðustu vikur höfum við heyrt af erlendum ferðamönnum sem hafa farið sér á voða í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Eins vill það víst brenna við að fólk hunsi fyrirmæli á Geysissvæðinu. Við Angor hofin í Kambódíu eiga landverðir einnig í vanda með ferðamenn og í ár hefur þurft að handtaka fimm ferðamenn á svæðinu fyrir að láta taka af sér nektarmyndir við hofin. 

Bandarískar systur í fjögurra ára bann

Á síðasta ári heimsóttu um tvær milljónir ferðamanna Angor hofin við Siam Reap og eru þau langvinsælasti ferðamannastaðurinn í Kambódíu. Hofin eru á heimsminjaskrá UNESCO og hafa mikla þýðingu fyrir heimamenn sem sárnar þessi vanvirðing sem sumir ferðalangar sýna þessum heilaga stað samkvæmt frétt Guardian. Nýverið voru tvær tvítugar bandarískar systur til að mynda staðnar af því að mynda á sér beran bakhlutann inn í Preah Khan hofinu sem tilheyrir Angor svæðinu. Voru þær sektaðar um 250 dollara (um 33 þúsund krónur) á mann og verðum þeim ekki hleypt inn í Kambódíu næstu fjögur ár. Þrír ungir Frakkar voru einnig gripnir við nektarmyndatökur við hofin í ár var þeim einnig vísað úr landi.

Biðja heimamenn um að smella af

Angor eru ekki eini staðurinn á heimsminjaskrá sem dregur að sér ferðamenn með strýpihneigð. Á síðasta ári þurfti að fjölga eftirlitsfólki við Machu Picchu í Perú vegna ferðamanna sem hlupu þar um allsberir eða tóku myndir af sér nöktum. Einn þeirra var Amichay Rab, 32 ára Ísraeli, sem lét mynda sig á Adamsklæðunum víðsvegar um Mið- og Suður-Ameríku í fyrra. Í frétt Guardian er haft eftir Rab að hann hafi í flestum tilfellum látið taka af sér myndir árla dags þegar fáir voru á ferli og oft hafi hann fengið aðstoð heimamanna við myndatökurnar. 
TENGDAR GREINAR: Fyrsta gönguleiðin fyrir allsberaGefa leyfi fyrir sex nektarnýlendum í borginni