Til útlanda í apríl fyrir 15 til 25 þúsund

london oxfordstraeti

Ódýrasti flugmiðinn úr landi í næsta mánuði kostar 4.450 krónur. 11 ódýrir flugmiðar í kringum helgar í næsta mánuði. Ódýrasti flugmiðinn úr landi kostar 4.450 krónur.
Síðustu daga hafa bæði Icelandair og WOW air auglýst tilboð á farmiðum vorsins og á heimasíðum erlendu flugfélaganna sem hingað fljúga má einnig finna afslætti á fargjöldum næstu vikna.
Túristi skannaði heimasíður flugfélaganna í leit að ódýrum flugmiðum í kringum helgar í apríl og fann 11 dagsetningar þar sem farið, báðar leiðir, er á bilinu 15 til 25 þúsund krónur.
Ódýrasti farmiðinn, aðra leiðina, fannst hjá easyJet til Genfar þanng 4. apríl. Hann kostar aðeins 30 evrur eða 4.450 krónur. Það er með því allra lægsta sem sést hefur hér á landi enda hrekkur upphæðin varla til greiðslu á flugvallargjöldum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að fá heimflug frá Genf fyrir minna en rúmar 20 þúsund krónur.

11 ódýr helgarflug í apríl

 1. Bergen, 10.-13.apríl: 15.203 kr. með Norwegian
 2. Bergen, 17.-20.apríl: 15.203 kr. með Norwegian
 3. Bergen, 24.-27.apríl: 15.203 kr. með Norwegian
 4. London, 24.-26.apríl: 16.031 kr. með easyJet
 5. Ósló, 16.-19.apríl: 16.992 kr. með Norwegian
 6. London, 16.-19.apríl: 19.056 kr. með easyJet
 7. Ósló, 9.-12.apríl: 21.998 kr. með Norwegian
 8. Basel, 25.-28.apríl: 23.594 kr. með easyJet
 9. London, 25.-28.apríl: 23.274 kr. með WOW air
 10. Ósló, 16.-19.apríl: 25.045 kr. með SAS
 11. Ósló, 24.-26.apríl: 25.045 kr. með SAS

Hjá lággjaldaflugfélögunum þremur þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur og einnig þyngri handfarangur hjá WOW air. Farþegar SAS mega hins vegar taka með sér töskur án þess að borga sérstaklega fyrir það.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FINNA ÓDÝRA GISTINGU Í ÞESSUM BORGUM