Mismundandi leiðir til að segja farþegunum hvernig á að spenna beltin

airfrance skjamynd

Þessi myndbönd eiga að fanga athygli flugfarþega og tryggja að þeir viti hvernig blása eigi upp björgunarvesti og láti vera að taka upp sígarettu.
Í fluggeiranum þykir ekki lengur móðins að flugfreyjur fari yfir öryggisatriðin fyrir flugtak. Þess í stað eru spiluð myndbönd þar sem farþegarnir eru fræddir um hvað skal gera ef súrefnisgrímur birtast óvænt, hvar neyðarútgangarnir eru og hvernig skóbúnaður er leyfður á rennibrautinni út úr vélinni.
 
Icelandair gerði út á Ísland í kennslumyndbandinu sínu, léttklæddar konur fóru yfir öryggismálin hjá Air New Zealand og Virgin America poppaði upp sína kynningu. Nú hefur Air France bæst í hóp þeirra flugfélaga þar sem flugfreyjurnar þurfa aðeins að ýta á „play“ fyrir flugtak. 
Hér má sjá nokkur af þessum öryggismyndböndunum.

Air France:

Icelandair:

Virgin America:

New Zealand: