Ryanair dregur í land með áform um Ameríkuflug

ryanair velar

Það er ekki víst að vélar merktar Ryanair verði sýnilegar við bandarískar flughafnir innan fárra ára líkt og gefið var í skyn í tilkynningun fyrr í vikunni. Það er ekki víst að vélar merktar Ryanair verði sýnilegar við bandarískar flughafnir innan fárra ára líkt og gefið var í skyn í tilkynningun fyrr í vikunni.
Forstjóri Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, eru þekktur fyrir að koma sér í fjölmiðla með bröttum fullyrðingum. Eitt sinn hélt hann því fram að brátt yrði boðið upp á standandi farrými í vélum félagsins og að farþegar þyrftu að borga fyrir aðgang að salerni um borð. Þessi áform urðu að engu en þegar flugfélagið tilkynnti í byrjun vikunnar að stjórn fyrirtækisins hefði gefið grænt ljós á að hefja undirbúning að áætlunarflugi til Bandaríkjanna eftir fimm ár héldu margir að mönnum væri full alvara og fréttin rataði í alla helstu fjölmiðla. Í gærmorgun neyddust forsvarsmenn félagsins hins vegar til að draga tilbaka fréttatilkynninguna sem þeir höfðu sent út á þriðjudag, þar á meðal til Túrista. Í frétt Irish Independent er haft er eftir Michael O´Leary, forstjóra Ryanir, að fyrri fréttatilkynningin hafi verið algjört klúður og dæmi u ranga upplýsingagjöf. 

Dótturfélag líklega sent til Bandaríkjanna

Í upphaflegu fréttatilkynningu Ryanair stendur að félagið áformi að fljúga til 12 til 14 bandarískra borga frá jafnmörgum evrópskum áfangastöðum og jómfrúarferðin verði farin eftir fjögur til fimm ár. Eftir u-beygju forstjórans í gær er talið víst að eigendur írska flugfélagsins ætli sér vestur en þó ekki með Ryanair. Í staðinn verði stofnað nýtt flugfélag sem muni sjá um áætlunarferðirnar milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu. Áður hefur þau plön verið viðruð en samkvæmt fréttatilkynningu þriðjudagsins var það Ryanair sem ætlaði vestur. 
Það er því óvíst hvort Icelandair og WOW air fái samkeppni frá þessu stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu á leiðum sínum fyrir hafið en í frétt Irish Independent er þess getið að WOW air ætli að hefja Ameríkuflug frá London í vor. Það er þó ekki minnst á að WOW air muni einnig fljúga frá Dublin.