Samfélagsmiðlar

Spurningar og svör: Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair

Það má búast við því að hlutdeild íslenskra farþega Icelandair eigi eftir að lækka áfram á sama tíma og félagið eflir leiðakerfi sitt segir framkvæmdastjóri Icelandair. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Birki Hólm Guðnason.

birkir holm icelandair

Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fullnýtt á mörgum tímum sólarhringsins. Hefði Icelandair getað aukið umsvif sín í ár og á því næsta ef það væru lausir afgreiðslutímar við flugstöðina að morgni og seinnipartinn?
Við kjósum ekki að horfa í baksýnisspegilinn heldur fram á við. Það er mikilvægt að flugvöllurinn vaxi í takt við þau tækifæri sem við sjáum framundan og ekki síður að hann bjóði upp á enn betra þjónustustig en undanfarin ár. Við erum í gríðarlega mikilli samkeppni, ekki einungis við stærstu flugfélög í heimi heldur einnig flugbandalög, og mikilvægt að við bjóðum upp á samkeppnishæfa eða betri þjónustu fyrir tengifarþega á Norður Atlantshafi og fyrir þá sem kjósa að sækja Ísland heim. Icelandair hefur vaxið hratt á undanförnum árum og við höfum ekki litið svo á að Keflavíkurflugvöllur hafi hamlað þeim vexti. Við höfum aukið tíðni og bætt við áfangastöðum, og þar með fjölgað starfsfólki, stækkað flugflota og aukið tækjakost okkar sjálfra mikið á tiltölulega stuttum tíma. Það reynir mjög á innviði fyrirtækis að stækka svona hratt og við höfum viljað stýra þeim vexti vel.

Hlutfall farþega ykkar sem hefja ferðalagið á Íslandi hefur lækkað töluvert síðustu ár. Heldurðu að það eigi eftir að lækka enn frekar á næstu árum?
Já, það má búast við því. Eftir því sem leiðakerfið eflist, aðgangur okkar að stórum mörkuðum eykst og farþegum fjölgar mun hlutfall þeirra sem koma frá heimamarkaðinum á Íslandi lækka. Íslendingar eru jú aðeins 320 þúsund talsins. En Ísland er samt okkar heimahöfn og við munum ávallt leggja mikla áherslu á að bjóða landsmönnum eins góða þjónustu og okkur er unnt. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að heimamarkaðurinn er lítill og þó að hann sé mikilvægur og hafi verið að taka við sér, þá sjáum við fram á að aðrir markaðir muni vaxa hraðar.

Hvaða áhrif hefur það haft á markaðinn að easyJet, næst stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er farið að bjóða upp á ríflega hundrað ferðir í mánuði hingað til lands?
Hörð samkeppni er ekkert nýtt fyrir okkur hjá Icelandair. Sem dæmi þá erum við ekki með nema rétt um 1% markaðshlutdeild á Norður Atlantshafi þó að okkar hafi tekist að tvöfalda okkar hlutdeild á undanförnum árum. Samkeppnin hefur líka vaxið mikið til og frá Íslandi á undanförnum árum en tæplega 20 flugfélög munu fljúga til og frá Íslandi næsta sumar. Oft á tíðum eru samkeppnisaðilarnir margfalt stærri en Icelandair og vel þekktir á sínum heimamarkaði, eins og í tilfelli easyJet, og því skiljanlegt að þeir séu í aðstöðu til að stækka markaðinn. Það er augljóst að koma þeirra hefur stækkað markaðinn og fjölgað ferðamönnum til landsins. Það er sömuleiðis eðlileg og fyrirsjáanleg þróun að þegar markaðir stækka eins og Íslandsmarkaðurinn hefur gert þá fjölgi þeim sem sjá í honum tækifæri. Margskonar utanaðkomandi þættir hafa áhrif á flugfélög og oft erfitt að greina hvort áhrif séu jákvæð eða neikvæð. Það á við um samkeppni eins og annað. Hörð samkeppni í alþjóðaflugi er staðreynd, hluti af tilverunni, og mér finnst það alls ekki neikvætt.

Reglulega er talað um Icelandair sem lággjaldaflugfélag í erlendu ferðapressunni. Hver heldurðu að skýringin sé á því og er þetta góð skilgreining á Icelandair
Skilgreiningar á flugfélögum geta verið mjög ruglandi. Við höfum ekki látið þær skilgreiningar trufla okkur og erum trú okkar viðskiptamódeli og höfum lagt áherslu á að bjóða upp samkeppnihæfa þjónustu og verð. Við erum stórt og rótgróið fyrirtæki á Íslandi með mikla sögu, en erlendis erum við lítið flugfélag. Við höfum vakið athygli fyrir að vera snör í snúningum, fljót að taka ákvarðanir og laga okkur að breytilegum kringumstæðum. Stofnendur félagsins voru frumherjar og ævintýramenn. Við höfum aldrei verið ríkisstofnun, eins og svo mörg evrópsk flugfélög. Viðskiptalíf á heimamarkaði hefur aldrei verið undirstaða hjá okkur, eins og hjá hinum stóru í Evrópu, heldur höfum við alltaf lagt mesta áherslu á fólk á leið í frí eða að heimsækja fjölskyldu og vini, þar sem fargjöld eru almennt lægri. Núna er gjarnan talað um okkur sem „hybrid“, þ.e. blöndu af lággjaldafélagi og hefðbundnu félagi. Það á sennilega vel við.

Icelandair er eitt sárafárra flugfélaga sem flýgur milli Evrópu og N-Ameríku þar sem matur er ekki innifalinn á almennu farrými. Hafið þið íhugað að láta mat fylgja með á ný á lengri leiðum?
Þegar fólk ákveður að fljúga frá A – B þá eru margir þættir sem spila þar inn í; ferðatími, verð, afþreying, þægindi, þjónusta, o.s.frv. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heildarupplifunin sé góð og að bjóða upp á þjónustu á samkeppnishæfu verði. Við ákváðum á sínum tíma að bjóða upp á betri og fjölbreyttari mat og rukka fyrir hann og þó svo að við séum ekki með áform um að breyta því eins og staðan er í dag þá munum við að sjálfsögðu endurmeta það reglulega eins og annað í okkar starfsemi. Svona atriði eru stöðugt til athugunar hjá okkur. Við gerum jafnt og þétt skoðanakannanir og aðrar rannsóknir meðal viðskiptavina okkar og reynum þannig að átta okkur á því hvað skiptir þá máli og hvar við erum að standa okkur vel og hvar við getum bætt okkur. Það er lykilatriði að upplifun farþegans af flugi með okkur sé jákvæð og hún ræðst af mörgum þáttum eins og ég nefndi, t.d. viðmóti starfsfólks, þægindum, afþreyingu, veitingum og fleiru. Það er stöðugt verið að breyta og þróa alla þessa þætti til þess að koma á móts við þarfir farþeganna og þar á meðal er maturinn auðvitað.

Í gær birtust svör Skúla Mogensen, forstjóra WOW air við spurningum Túrista.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …