Samfélagsmiðlar

Spurningar og svör: Skúli Mogensen forstjóri WOW air

Eigandi og forstjóri WOW air gerir ráð fyrir að farþegum félagsins fjölgi um nærri tvo þriðju í ár og segir kostnað fyrirtækisins vera mun lægri en keppinautanna.

skuli mogensen

Í vetur hafa farþegar WOW þurft að borga undir handfarangur sem er þyngri en 5 kíló. Var það rétt ákvörðun að innleiða þetta handfarangursgjald?
Við erum lággjaldaflugfélag og leitum allra leiða til að tryggja allra lægsta verðið fyrir flugsætið og að fólk greiði eingöngu fyrir þá þjónustu sem það notar. Handfarangursgjaldið er hluti af þeirri stefnu. Sætanýting og bókunarstaða WOW air hefur aldrei verið betri þannig að við erum mjög ánægð með okkar lággjaldastefnu.

Mun WOW air stofna fríðindaklúbb þar sem farþegar geta safnað punktum sem nota má sem greiðslu á flugmiða?
Ekki á næstunni.

Í lok mars hefst Ameríkuflug ykkar og þið hafið sagt að á næsta ári bætist nýir bandarískir áfangastaðir við leiðakerfi ykkar. Eruð þið búin að finna staðina? 
Við gerum ráð fyrir að fjöldi farþega hjá WOW air vaxi um 65 prósent í ár og að það verði áfram góður vöxtur á næsta ári. Við munum kynna áætlun fyrir árið 2016 í haust eins og venja er.

Hvaða áhrif hefur það haft á markaðinn að easyJet, næststærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er farið að bjóða upp á ríflega hundrað ferðir í mánuði hingað til Íslands?
Easyjet hefur stækkað markaðinn með sinni innkomu og vakið athygli á Íslandi á sínum mörkuðum sem er jákvætt fyrir heildina. Eins og fyrr segir þá erum við að vaxa um 65 prósent á milli ára og gerum ráð fyrir að halda áfram að vaxa mjög ört næstu árin með tilkomu N-Ameríku og tengiflugs sem mun svo aftur styrkja leiðakerfi okkar í Evrópu. Við berum vissulega virðingu fyrir góðum keppinautum en teljum okkur fyllilega samkeppnisfæra enda með lægri kostnaðarstrúktur en öll flugfélög sem við erum að keppa við, þar með talið Easyjet. CASK Easyjet (einingakostnaður, innsk. blm.) er ca. 8.2 US cent á meðan CASK hjá WOW í ár er áætlaður ca. 5.5 US cent. Við getum því boðið lægri fargjöld en keppinautar okkar en samt verið með jákvæða afkomu. CASK hjá WOW var 7.3 US cent í fyrra. Þessi mikla lækkun á milli ára kemur aðallega til vegna mun betri flugvélanýtingar með tilkomu Bandaríkjaflugs, lægri eldsneytiskostnaðar og hlutfallslegri lækkun yfirbyggingar miðað við 65 prósent aukningar í heildartekjum, þ.e.a.s. heildartekjur eru að aukast um 65 prósent en yfirbyggingin um innan við 10 prósent. Við erum að ná fram stærðarhagkvæmni í fyrsta sinn.

Hlutfall íslenskra farþega hefur lækkað hjá Icelandair síðustu ár og samkvæmt upplýsingum frá erlendu flugfélögunum sem hingað fljúga þá eru Íslendingar í algjörum minnihluta hjá þeim. Hvert er vægi íslenskri farþega hjá WOW air?

Fjöldi íslenskra farþega og hlutfall er mjög misjafnt eftir áfangastað en á heildina litið þá er meiri hlutfallsleg aukning erlendis frá.

WOW air keypti í síðasta mánuði sínar fyrstu flugvélar. Vélarnar eru metnar á 30 milljarða. Er hagkvæmara fyrir WOW að eiga vélar í stað þess að leigja?
WOW air hefur vaxið mjög hratt og við gerum ráð fyrir að halda þeim vexti áfram næstu árin. Þá er skynsamlegt að blanda þessu saman þ.e.a.s, bæði að kaupa og leigja vélar. Það gefur okkur sveigjanleika sem er mikilvægt í flugrekstri.

Á morgun birtast svör Birkis Hólm Guðnasonar, framkvæmdatjóra Icelandair.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …