5 stærstu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli

fle 860

Umferð um Keflavíkurflugvöll jókst umtalsvert í síðasta mánuði og munar þar mestu um aukin umsvif Icelandair og easyJet. Umferð um Keflavíkurflugvöll jókst umtalsvert í síðasta mánuði og munar þar mestu um aukin umsvif Icelandair og easyJet. Breska félagið bauð upp á nærri tvöfalt fleiri ferðir og Icelandair fjölgaði sínum um nærri sjötíu.
Í febrúar árið 2013 voru farnar 486 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli. Ári síðar voru ferðirnar 620 talsins og í febrúar í ár voru þær 764 samkvæmt talningu Túrista. Brottförum í febrúar hefur því fjölgað um það bil um fjórðung tvö ár í röð.

WOW air eina félagið sem dró úr

Það voru níu flugfélög sem héldu uppi millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og jukust umsvif allra þeirra frá sama tíma í fyrra að WOW air undanskyldu. Fækkaði brottförum WOW úr hundrað niður í 91. Hið breska easyJet heldur hins vegar áfram að bæta við ferðum til Íslands og í febrúar voru þær um það bil tvisvar sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Samtals tóku vélar easyJet 106 sinnum á loft frá Keflavík í síðasta mánuði og annan mánuðinn í röð er félagið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.

Vægi Icelandair minnkar þrátt fyrir fleiri ferðir

Icelandair er sem fyrr langstærsta flugfélagið hér á landi og stóð fyrirtækið fyrir um tveimur af hverjum þremur áætlunarferðum sem í boði voru frá Keflavík í síðasta mánuði. Icelandair bauð upp á nærri fimm hundruð ferðir til útlanda í febrúar sl. sem er aukning um fimmtán prósent frá því sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa miklu viðbót þá minnkar hlutdeild Icelandair í umferðinni um Keflavíkurflugvöll milli ára. Í febrúar 2013 var vægi félagsins 78,8 prósent en hefur lækkað um nærri fjórtán prósentustig eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.  
Sem fyrr eru aðeins áætlunarferðir teknar með í útreikninga Túrista en ekki leiguflug á vegum ferðaskrifstofa. Þar sem Primera Air er farið að selja sjálft sæti í nær allar sínar ferðir þá skákar félagið Norwegian og kemst á lista yfir fimm umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli að þessu sinni.

Vægi 5 umsvifamestu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í brottförum talið. 

 
  Flugfélag Hlutdeild febrúar 2015 Hlutdeild febrúar 2014
1. Icelandair 64,9% 69,2%
2. easyJet 13,9% 9,0%
3.  WOW air 11,9% 16,1%
4. SAS 2,7% 2,1%
5. Primera Air 2,1% 0,7%