Tíðar breytingar á sætisgjaldi WOW air

wow radir

Þú greiðir fyrir að velja þér ákveðið sæti um borð hjá flestum lággjaldaflugfélögum. WOW air gerir reglulegar breytingar á verði þessarar þjónustu.  Þú greiðir fyrir að velja þér ákveðið sæti um borð hjá flestum lággjaldaflugfélögum. WOW air gerir reglulegar breytingar á verði þessarar þjónustu. Dýrust er hún hins vegar hjá Airberlin.
Þegar WOW air hóf áætlunarflug í byrjun sumars 2012 kostaði 1.490 krónur að taka frá ákveðið sæti um borð. Síðan þá hefur verðið breyst reglulega og til að mynda hefur því verið breytt þrisvar sinnum frá því í mars í fyrra samkvæmt því Túristi kemst næst. Í vetur hafa farþegar á styttri flugleiðum greitt 299 til 2.499 krónur fyrir ákveðin sæti en gjaldið er núna komið upp í 399 til 2.999 krónur. Ef flugtíminn er meira en fjórir tímar þá greiða farþegarnir 499 til 3.499 krónur og miðast gjaldið við hverng fluglegg. Sá sem vill sitja í fremstu röð hjá WOW borgar þá aukalega um sex til sjö þúsund krónur fyrir að taka frá sæti báðar leiðir. 
Aðspurð um þessar öru verðbreytingar segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air að stöðugt sé verið að skoða gjaldskrá félagsins og stilla hana af. Hún segir að verð hafi bæði hækkað og lækkað eftir því hvernig viðbrögð viðskiptavina hafa verið.

Algengt aukagjald

Það eru mörg flugfélög og þá sérstaklega lággjaldafélög sem rukka sérstaklega fyrir val á sætum. Alla vega átta flugfélög sem hingað fljúga í ár eru með þess háttar gjald og er verðskráin mjög ólík eftir félögum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Gjald fyrir val á sæti, verð fyrir hvern fluglegg

Flugfélag Val á sæti
Airberlin 1750 – 3820 kr.
easyJet 600 – 2250 kr.
German Wings 1170 – 1760 kr
Norwegian 1670 kr.
Primera Air 1000- 2500 kr.
Transavia 590 – 2200 kr.
Vueling 730 – 2500 kr.
WOW air 399 – 3499 kr.