Verkfall hefur ekki áhrif á Íslandsflugið

norwegian vetur

Talið er að 35 þúsund farþegar Norwegian séu strandaglópar í dag vegna verkfalls flugmanna. Flug félagsins til Íslands er þó á áætlun. Talið er að 35 þúsund farþegar Norwegian séu strandaglópar í dag vegna verkfalls flugmanna. Flug félagsins til Íslands er þó á áætlun.
Ríflega sjö hundruð flugmenn norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian lögðu niður störf í nótt. Í kjölfarið þurfti að aflýsa bróðurparti allra ferða félagsins til og frá Skandinavíu. Það hefur valdið vandræðaástandi á morgun flughöfnum enda er Norwegian næst stærsta flugfélag Norðurlanda og þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Félagið er því mjög umsvifamikið í nágrannalöndunum og flytur daglega tugi þúsunda farþega. Talið er að ferðaplön 35 þúsund farþega fari úr skorðum þá daga sem verkfallið stendur. 

Íslandsflugið á réttum tíma

Norwegian hefur í nærri þrjú ár flogið hingað frá Ósló alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur verkfallið ekki áhrif á flug morgundagsins til Íslands. Farþegum er þó bent á að fylgjast með gangi mála því sumum ferðum hefur seinkað þó þeim hafi ekki verið aflýst.
Norwegian flýgur hingað einnig frá Bergen en þó ekki yfir háveturinn. Áætlunarflugið þangað hefst aftur í lok þessa mánaðar.