Verkfalli Norwegian lokið

bjornkjos

Á morgun munu vélar næststærsta flugfélags Norðurlanda taka á loft á ný eftir tíu daga hlé. Á morgun munu vélar næststærsta flugfélags Norðurlanda taka á loft á ný eftir tíu daga hlé. Þar með komast flugsamgöngur innan Skandinavíu í samt horf. Deiluaðilar segja það leitt að ferðaplön 150.000 farþegar hafi riðlast vegna verkfallsins.
Um mánaðarmótin lögðu sjötíu flugmenn Norwegian flugfélagsins niður störf og 650 flugmenn í viðbót fóru í verkfall á miðvikudaginn. Þessar aðgerðir hafa lamað að hluta samöngur innan Skandinavíu en flug Norwegian til annarra landa hefur ekki orðið eins illa úti. Til að mynda þurfi Norwegian aðeins að fella niður eitt flug til Íslands. Talið er að 150.000 farþegar hafi orðið að sætta sig við breytta ferðatilhögun vegna verkfallsins. 

3 ára ráðningasamningar

Launamál voru ekki lykilatriði í þessari kjaradeilu því hún snérist fyrst og fremst um atvinnuöryggi. Flugmennirnir vildu að ráðningasamningar þeirra yrðu færðir í móðurfélag Norwegian í stað þess að vera hjá einu af dótturfélögunum. Telja forsvarsmenn flugmannanna nefnilega líkur á að forsvarsmenn Norwegian ætli að reyna að ráða inn ódýrara vinnuafl til að sinna fluginu frá útlöndum og aðeins bjóða verktakasamninga líkt og tíðkast hjá Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu. Samkvæmt frétt Aftenposten tryggir nýi samningurinn flugmönnunum þriggja ára ráðningu og samræmingu á kjörum á öllum starfsstöðvum Norwegian í Skandinavíu. Laun hækka hins vegar ekki umfram almenna kjarasamninga. Á móti sættust flugmennirnir meðal annars á skert lífeyrisréttingi og lægri tryggingagreiðslur.

Íslenskir flugmenn voru tilbúnir til að aðstoða

Á meðan á samningaviðræðum stóð grunuðu sökuðu flugmennirnir stjórnendur Norwegian um að reyna verkfallsbrot með því að fá erlendar áhafnir til að fljúga vélunum. Hótuðu þeir að allar vélar Norwegian yrðu stöðvaðar af stéttarfélögum flugmanna út í heimi. Í viðtali við Túrista sagði Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, félagsmenn sína reiðubúna til að leggja flugmönnum Norwegian lið yrði þess óskað.

Norwegian flýgur til Íslands frá Ósló og Bergen en í dag var ferð félagsins hingað frá höfuðborg Noregs felld niður vegna verkfallsins.