Svona mikið bætist við fargjöldin

aukagjold skjamyndir

Þú kemst ekki alltaf til útlanda fyrir það farmiðaverð sem birtist í auglýsingum og á heimasíðum flugfélaganna. Það er ekki óalgengt að það bætist mörg þúsund krónur við fargjaldið ef þú vilt taka með þér tösku eða velja sæti og sumir rukka aukalega fyrir kreditkortagreiðslur og jafnvel fyrir að taka við bókuninni.
Þú kemst ekki alltaf til útlanda fyrir það farmiðaverð sem birtist í auglýsingum og á heimasíðum flugfélaganna. Stundum komast farþegar nefnilega ekki hjá því að greiða aukalega  bókunar- og kreditkortagjöld þegar flugmiði er pantaður.

Töskugjöld algeng

Þeir sem vilja innrita farangur þurfa að borga sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá sjö af þeim sextán flugfélögum sem bjóða upp á reglulegar áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli næstu mánuði. Töskugjaldið er á bilinu 1.730 til 4.990 krónur fyrir hvern fluglegg og er það hæst hjá WOW air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þannig þarf sá sem tekur með sér 20 kílóa tösku í flug með WOW air til Barcelona að borga 9.998 krónur undir töskuna báðar leiðir. Íslenska lággjaldaflugfélagið og hið ungverska Wizz Air eru einu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli sem rukka fyrir handfarangur. Hjá WOW air þarf að borga undir handfarangur sem er þyngri en 5 kíló en hjá Wizz air eru mörkin sett við stærð töskunnar. Venjuleg handfarangurstaska er til að mynda of stór.

Sætin kosta sitt

Þeir sem vil tryggja sér sæti við hlið ferðafélaga sinna eða vera öryggir um gluggasæti þurfa að borga á bilinu 220 til 3.850 krónur fyrir það hjá þeim flugfélögum sem rukka fyrir sætisval. Hæst er gjaldið hjá Airberlin en flest flugfélög rukka mismunandi verð eftir því hvar í farþegarýminu sætin eru.
Hér fyrir neðan má sjá hver aukagjöld flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli eru ef þjónustan er bókuð með flugmiðanum. Þeir sem ætla að bæta við tösku eða taka frá sæti þegar komið er út á flugvöll borga oftast helmingi eða tvöfalt hærra verð. Þess ber að geta að flest flugfélög eru með sérstök bókunargjöld en í nær öllum tilvikum eru þau innifalin í auglýstu farmiðaverði.

Aukagjöld flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli*

Flugfélag Innrituð taska Sætisval Kreditkortaþóknun Bókunargjald Handfarangur
Airberlin  0 kr.  1.750-3.850 kr.  0 kr.  1.460 per farþega  0 kr.
Air Greenland  0 kr.  0 kr.  1,25%  0 kr.  0 kr.
Austrian  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.
Delta  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.
easyJet   2.050-3.900 kr.  220-2770 kr.  2%  0 kr.  0 kr.
German Wings  2.190 kr.  1.170-2.900 kr.  2%  0 kr.  0 kr.
Icelandair  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.
Lufthansa  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.
Niki  0 kr.   1.750 kr. – 3.850 kr.  0 kr.   0 kr.  0 kr.
Norwegian  1.730-2.940 kr.   1.730 kr.  1,99%  0 kr.  0 kr.
Primera Air  0 kr.  1.000-2.500 kr.   0 kr.  0 kr.  0 kr.
SAS  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.  0 kr.
Transavia  2.190-2.920 kr.  580-2.1920  0 kr.   0 kr.  0 kr.
Vueling  2.920 kr.  730-2.480 kr.  1.180 kr.  0 kr.  0 kr.
Wizz  4.380 kr.  730-2.050 kr.  0 kr.  0 kr.  2.050 kr.
WOW air  3.999-4.999 kr.  399-3.499 kr.  0 kr.  999 kr. per bókun  1.999-2.999 kr.

* Gjöld erlendu flugfélaganna eru umreiknuð miðað við gengi dagsins og námunduð að heilum tug.
HÓTEL: SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU