Á lista heimsins bestu vegna Bæjarins bestu

reykjavik vetur

Þær sextán borgir í veröldinni þar sem götumaturinn er í sérflokki. Þær sextán borgir í veröldinni þar sem götumaturinn er í sérflokki. Reykjavík kemst á listann og eingöngu vegna veitinganna við Tryggvagötu 1.
Það eru margar vestrænar borgir sem reyna að koma sér á kortið þessi misserin með því auka úrvalið af skyndibita sem seldur er út á götu. Í Stokkhólmi og Vancouver hefur til að mynda verið gert átak í því að búa til pláss í miðborgunum fyrir trukka sem flakka á milli og selja alls kyns hressingu. Hvorug þessara borga kemst þó á lista vefsíðunnar Thrilllist yfir þá staði þar sem götumaturinn er bestur. Þar er Reykjavík hins vegar í tólfta sæti og fyrir því er bara ein ástæða; Bæjarins bestu.

Lambakjöt, steiktur og remúlaði

Í umsögn Thrillist segir að leyndarmálið á bakvið þessar rómuðu veitingar á Bæjarins bestu sé smávegis af lambakjöti, steiktur laukur og remúlaðið. Í Reykjavík snýst því götumaturinn eingöngu um pylsur að mati Thrilllist en það er nóg til að koma borginni á lista þeirra fremstu.

Borgirnar þar sem götumaturinn er bestur

 1. Singapúr
 2. Bangkok, Taílandi
 3. Mexíkó borg
 4. Ho Chi Minh borg, Víetnam 
 5. Marrakesh, Marokkó
 6. Mumbaí, Indland
 7. Shanghai, Kína
 8. Berlín, Þýskaland
 9. Tókíó, Japan
 10. London, Bretland
 11. Kingston, Jamaíka
 12. Portland, Bandaríkjunum
 13. Reykjavík
 14. Istanbúl, Tyrkland
 15. Ríó de Janeiro, Brasilía
 16. Cartagena, Kólumbía

TILBOÐ: BÓKAÐU BÍLALEIGUBÍL EN BORGAÐU SEINNALÆGSTA VERÐIÐ Á 120 HÓTELUM Í SKANDINAVÍU