Banna áfengi í flugi frá Glasgow

ryanair velar

Forsvarsmenn stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu hafa fengið nóg af fullum Skotum sem drekka tollinn sinn um borð. Forsvarsmenn stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu hafa fengið nóg af fullum Skotum sem drekka tollinn sinn um borð.
Drykkjulætin um borð í vélum Ryanair á leið frá Skotlandi til spænsku eyjunnar Ibiza eru stundum svo svakaleg að flugmennirnir hafa þurft að stoppa á miðri leið til að senda farþega frá borði.

Vilja skoða handfarangur

Núna hafa forsvarsmenn flugfélagsins fengið nóg og í vikunni fengu allir þeir Skotar sem eiga pantað far með félaginu til Ibiza bréf þar sem fram kemur að hér eftir verði bannað að taka með sér áfengi um borð. Þeir sem það vilja geta hins vegar fengið að setja áfengi úr fríhöfn í farangursgeymsluna. Áhafnir Ryanair munu gera kröfu um að fá að leita í handfarangri farþega við brottfararhlið og þeir sem verða uppvísir að því að hafa meðferðis áfenga drykki fá ekki að fara um borð samkvæmt því sem segir í frétt Daily Record.

Rússar líka til vandræða

Það eru ekki aðeins áhafnir Ryanir sem þurfa reglulega að eiga við fulla farþega. Kollegar þeirra hjá Turkish Airlines verða til að mynda reglulega að biðja lögreglu um að fjarlægja farþega úr vélunum sem fljúga frá Rússlandi áleiðis til tyrkneska sólarstrandabæja. Á tímabili íhuguðu forsvarsmenn Turkish Airlines að banna allar áfengisveitingar um borð í vélunum vegna þessa vandamáls.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU ÚT Í HEIMI