Björn Ingi hættir hjá WOW air

wow airbus

Einn af lykilstarfsmönnum íslenska lággjaldaflugfélagsins hefur sagt upp. Mannabreytingar hafa verið tíðar hjá félaginu frá stofnun þess. Einn af lykilstarfsmönnum íslenska lággjaldaflugfélagsins hefur sagt upp. Mannabreytingar hafa verið tíðar hjá félaginu frá stofnun þess.
Björn Ingi Knúts­son, fram­kvæmda­stjóri flugrekst­ar­sviðs WOW air, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, og segir breytinguna vera gerða í fullri sátt. Birgir Jónsson, aðstoðarforstjóri, tekur við skyldum ábyrgðarmanns flugrekstrarleyfis WOW air og stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs. Hann verður áfram aðstoðarforstjóri. Björn Ingi mun starfa hjá WOW air næstu mánuði og koma skyldum og ábyrgð í hendur Birgis að sögn Svanhvítar.
Björn Ingi Knútsson hóf störf hjá WOW air í febrúar árið 2013 en sat áður í stjórn fyrirtækisins. Á árunum 1999 til 2008 starfaði hann sem flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar.

Hröð starfsmannavelta

Í lok síðasta sumars voru tveir framkvæmdastjórar hjá WOW air reknir og bættust þeir þá við hóp nokkurra lykilstarfsmanna sem höfðu látið af störfum hjá félaginu á skömmum tíma. Þar á meðal voru tveir aðrir framkvæmdastjórar. Forstjóraskipti voru í félaginu í lok sumars árið 2012 þegar Skúli Mogensen tók við af Baldri Oddi Baldurssyni. 

Ameríkuflugið nýhafið

Í lok mars fór WOW air jómfrúarferð sína til Boston í Bandaríkjunum og innan skamms hefst áætlunarflug félagsins til Washington borgar. Félagið hefur einnig bætt við fjórum áfangastöðum í Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegum flugfélagsins fjölgi um nærri tvo þriðju í ár líkt og kom fram svörum Skúla Mogensen, forstjóri og eiganda WOW air, við spurningum Túrista í síðasta mánuði.
MEIRA: Stærsta lággjaldaflugfélag A-Evrópu til ÍslandsVel nýttar flugvélar í mars