Borgirnar sem oftast var flogið til í mars

london stor

Fimmta hver vél sem tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli tekur stefnuna á höfuðborg Bretlands Fimmta hver vél sem tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli tekur stefnuna á höfuðborg Bretlands. 
Í mars lét nærri að helmingur allra áætlunarferða frá Keflavíkurflugvelli væri til London, Kaupmannahafnar, Óslóar, Parísar og New York. Hinn helmingurinn skiptist á milli tuttugu og níu áfangastaða. Til London fljúga easyJet, Icelandair og WOW air allt árið um kring en dreifist flugið á þrjá flugvelli í nágrenni við bresku höfuðborgina. Áfram eru íslensku félögin þó ein um flugið til Kaupmannahafnar en þeir sem ætla til Óslóar geta valið um flug Icelandair, Norwegian eða SAS. 

Boston á leiðinni upp listann

Í lok mars hófst áætlunarflug WOW air til Boston í Bandaríkjunum og mun félagið fljúga þangað allt að sex sinnum í viku. Það stefnir því í að Boston muni fara ofar á listann yfir þær borgir sem oftast er flogið til. Í mars var borgin hins vegar í sjötta sæti eins og sjá má hér fyrir neðan.
Vægi borganna sem oftast var flogið til í mars

  1. London: 20,7%
  2. Kaupmannahöfn: 9,3%
  3. Ósló: 9,1%
  4. New York: 5,1%
  5. París: 4,5%
  6. Boston: 4,4%
  7. Manchester: 3,9%
  8. Stokkhólmur: 3,9%
  9. Amsterdam: 3,5%
  10. Seattle: 3,4%