Fá leyfi fyrir innanlandsflugi á Grænlandi

greenlandexpress 860

Í lok sumars hefst innanlandsflug Greenland Express á Grænlandi. Forsvarsmenn fyrirtækisins áforma einnig að stofna félag um viðtækara áætlunarflug milli N-Ameríku og Evrópu. Í Í lok sumars hefst innanlandsflug Greenland Express á Grænlandi. Forsvarsmenn fyrirtækisins áforma einnig að stofna félag um viðtækara áætlunarflug milli N-Ameríku og Evrópu.
Grænlenska landstjórnin veitti í síðustu viku Greenland Express leyfi til að hefja flug milli sjö grænlenskra bæja. Verður þetta í fyrsta skipti sem annað fyrirtæki en Air Greenland býður upp á almennt innanlandsflug á Grænlandi samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar er haft eftir Gert Brask, stofnandi Greenland Express, að með þessu gefist tækifæri til að flytja danska farþega frá Billund og Kaupmannahöfn og alla leið á loka áfangastað á Grænlandi. Sömuleiðis gefist heimamönnum á Grænlandi kostur á að fljúga til þessara helstu flugvalla Danmerkur með félaginu. Hann lofar jafnframt lægri fargjöldum en áður hafa þekkst í flugi milli Grænlands og Danmerkur. 

Ætla sér stóra hluti hér á landi

Greenland Express hóf áætlunarflug síðasta sumar og millilentu vélar félagsins þá hér á landi á leið sinni á milli Danmerkur og Grænlands. Félagið gerði hlé á fluginu en mun hefja það á ný í sumar en þá á stærri flugvélum sem geta flogið flugleiðina án viðkomu hér á landi. Tengslin við Ísland munu þó ekki rofna því að sögn Einars Aðalsteinssonar, yfirmann rekstrarsviðs Greenland Express, vinna eigendur fyrirtækisins að því að setja upp systurfyrirtæki sem á að bjóða upp á áætlunarflug milli Grænlands og annarra landa í N-Ameríku, Íslands, Færeyja og meginlands Evrópu og yrði heimahöfn þessa nýja fyrirtækis hér á landi.