Festival í Barcelona

primeraverasound

Í ár liggur eitt vinsælasta festival Spánar vel við höggi fyrir íslenska tónlistarunnendur. Hægt að fljúga í veisluna fyrir rúmlega 40 þúsund krónur.
Það er komin hefð fyrir því í Barcelona að efna til mikillar tónlistarveislu í lok maí. Hátíðin kallast Primavera Sound og í ár verður hún haldin dagana 28. til 30 mars. Meðal þeirra nafntoguðustu sem fram koma á hátíðinni má nefna The Strokes, alt-J, Anthony and the Johnssons og Belle and Sebastian. 

Stuð á ströndinni

Primavera Sound er borgarhátíð líkt og Icelandairwaves og tónleikagestir gista því í borginni sjálfri en ekki í tjöldum út á akri. Tónleikasvæðið er við Parc del Fòrum sem liggur úti við strandlenguna og er aðeins um sex kílómetrum frá verslunargötunni Las Ramblas í miðborg Barcelona. Fram til 4. maí kostar miðinn á hátíðina um 27 þúsund krónur (185 evrur) en hækkar svo um 1.500 kr.

Flugmiðar í ódýrari kantinum

Alla jafna hefst áætlunarflugið héðan til Barcelona ekki fyrr en í júní en í ár hefst Íslandsflug Vueling hingað í byrjun maí og fyrsta ferð WOW til Barcelona er um miðjan maí. Samkvæmt lauslegri athugun Túrista er hægt að fá flugmiða til höfuðborgar Katalóníu dagana í kringum festivalið á 40 til 50 þúsund krónur. Hjá báðum félögum bætist hins vegar við bókunar- og farangursgjald.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA GISTINGU Í BARCELONA