Nýtt áætlunarflug til Póllands fær góðar undirtektir

wizz

Verð á flugmiðum héðan til pólsku borgarinnar Gdansk hafa hækkað mjög í verði síðustu tvær vikur Verð á flugmiðum héðan til pólsku borgarinnar Gdansk hafa hækkað mjög í verði síðan þeir voru settir í sölu fyrir tæpum tveimur vikum. Talsmaður félagsins segir viðtökurnar vera samvæmt áætlun.
Í sumar leit út fyrir að WOW air yrði eina flugfélagið með reglulegar ferðir til Austur-Evrópu eftir að Icelandair lagði niður flug sitt til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Í þarsíðustu viku tilkynntu hins vegar forsvarsmenn  lággjaldaflugfélagsins Wizz air að frá miðjum júní myndi félagið bjóða upp á tvær ferðir í viku hingað frá Gdansk í Póllandi fram á haust.

Miklar verðbreytingar á einni viku

Fram að því hafði WOW air verið eina félagið með áætlunarflug til Póllands en þó til Varsjár sem er um 300 kílómetrum sunnan við Gdansk. Þrátt fyrir fjarlægðina á milli borganna tveggja þá hafði þetta nýja áætlunarflug Wizz air mikil áhrif á sumarfargjöld WOW air til Póllands því þau lækkuðu um 28 prósent   samkvæmt úttekt Túrista. Á sama tíma hækkuðu lægstu farmiðar Wizz air umtalsvert. Aðspurður um hvort viðtökurnar við þessari nýju flugleið hafi verið í takt við væntingar segir Daniel De Carvalho, talsmaður Wizz air, að svo sé. Hann segir að útlit sé fyrir að bæði farþegar frá Íslandi og Póllandi hafi tekið þessari nýju flugleið vel en hann vill þó ekki segja hvernig salan skiptist á milli landanna. 

Bæði með handfarangursgjald

Stór hluti þeirra flugfélaga sem bjóða upp á reglulegar ferðir frá Íslandi til útlanda rukka farþegana aukalega fyrir innritaðan farangur en aðeins WOW air og Wizz air eru með sérstakt handfarangursgjald. Farþegar WOW air borga annað hvort 1.999 kr. eða 2.999 kr. fyrir handfarangur sem er þyngri en 5 kíló. Hjá Wizz air eru lagðar 2.050 krónur ofan á fargjaldið ef handfarangurinn er það stór að hann kemst ekki undir flugsætið. 
Wizz air er fimmta stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og verður Reykjavík 111. áfangastaður félagsins.