Flugfélögin missa áhugann á Rússlandi

moskva turn

Forsvarsmenn Icelandair eru ekki þeir einu í fluggeiranum sem hafa ákveðið að nota þoturnar í annað en flug til Rússlands. Forsvarsmenn Icelandair eru ekki þeir einu í fluggeiranum sem hafa ákveðið að nota þoturnar í annað en flug til Rússlands. 
Niðursveifla í efnhagsmálum og ótryggt stjórnmálaástand hafa einkennt Rússland síðustu misseri. Gengi rúblunnar hefur lækkað um tugi prósenta og það hefur dregið úr utanferðum Rússsa. Til að mynda komu aðeins 678 rússneskir ferðamenn hingað til lands á fyrsta ársfjórðungi sem er samdráttur um 39 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 

Taka ekki upp þráðinn í sumar

Síðustu tvö sumur hefur Icelandair flogið tvær ferðir í viku til Sankti Pétursborgar, næst fjölmennstu borgar Rússlands. Forsvarsmenn Icelandair gáfu það hins vegar út í september sl. að fluginu til Rússlands yrði ekki haldið áfram. Af því tilefni sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að eftirspurn fluginu hefði dvínað vegna ástandins í stjórnmálum Rússa og Úkraínu og að veiking rúblunnar hefði gert Íslandsferðir miklu dýrari en áður fyrir Rússa.

Ekkert áætlunarflug frá Bandaríkjunum

Íslenska flugfélagið er þó langt frá því að vera það eina sem hefur skorið Rússlandsflugið niður. Fyrir þremur árum siðan kepptust flugfélögin easyJet og Virgin um leyfi til að hefja áætlunarflug milli Gatwick flugvallar í London og Moskvu. Það fyrrnefnda hafði vinninginn og bauð í framhaldinu upp á tvær brottfarir á dag frá London. Í dag hefur ferðunum hins vegar verið fækkað um helming og ástæðan er sögð vera minnkandi eftirspurn eftir ferðalögum til og frá Rússlandi samkvæmt frétt Bloomberg. Þar kemur einnig fram að bandaríska flugfélagið Delta hafi fellt niður allt flug til Moskvu síðustu þrjá mánuði ársins. Þar með verður ekkert áætlunarflug til höfuðborgarinnar frá Bandaríkjunum í lok árs. Flugfélögin Etihad, Czech Airlines, Air India og fleiri hafa einnig dregið úr ferðum til Rússlands.