Nýjar innréttingar í Airbus vélar

klm airfrance

Með nýjum flugsætum á að fara enn betur um farþega stærsta flugfélags Evrópu og um leið mun flugflotinn menga minna.  Með nýjum flugsætum á að fara enn betur um farþega stærsta flugfélags Evrópu og um leið mun flugflotinn menga minna.
Allt árið um kring er flogið héðan til Amsterdam og Parísar nokkrum sinnum á dag. Það eru því vafalítið ófáir íslenskir farþegar sem nýta flugvelli borganna tveggja til að skipta um þotu og fljúga lengra út í heim.
Þá verða líklega systurfélögin KLM og Air France oft fyrir valinu enda er þetta stærsta flugfélag Evrópu mjög umsvifamikið í Hollandi og Frakklandi. 

Ný leðursæti í Airbus vélarnar

Í ár og á því næsta verður ráðist í að skipta út innréttingum í öllum Airbus A319 og A320 vélum KLM og Air France og gömlu stólunum skipt út fyrir hágæða leðursæti sem hægt verður að halla aftur um tuttugu gráður. Höfuð- og armpúðar verða þægilegri og á borðunum eru snagar fyrir yfirhafnir að því segir í tilkynningu frá félaginu.

Óbreytt fargjöld

Þessar miklu breytingar á farþegarýmum KLM og Air France eiga ekki hafa áhrif á fargjöld félaganna samkvæmt því sem segir í tilkynnigu en nýju sætin eru tveimur kílóum léttari en sætin sem fyrir eru og við það sparast töluverður eldsneytiskostnaður og koltvísýringslosun flugvélanna minnkar umtalsvert.

Air France-KLM er í samstarfi við Icelandair varðandi tengiflug frá París og Amsterdam út um allan heim og bjóðast farþegum íslenska félagsins sérstök fargjöld hjá Air France-KLM.