Jafn margir ferðamenn frá áramótum og allt sumarið 2007

reykjavik vetur

Á fyrsta ársfjórðungi komu rúmlega 217 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og Íslendingar ferðuðust miklu meira til útlanda en í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi komu rúmlega 217 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og Íslendingar ferðuðust miklu meira til útlanda en í fyrra.
Ferðamannastraumurinn hingað til lands jókst um 31,4 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Erlendum túristum fjölgaði því um 51.860 manns á fyrsta ársfjórðungi. Það jafngildir aukningu upp á 576 ferðamenn á dag en til gamans má geta að þoturnar sem fljúga til og frá Keflavík taka á bilinu 156 til 200 farþega. Það þarf því aukalega þrjár til fjórar ferðir á dag til að ferja þessa viðbótarferðamenn til og frá landinu. 
Fyrstu þrjá mánuði ársins innrituðu samtals 217 þúsund erlendir ferðamenn sig í flug í Leifsstöð en það er jafn stór hópur og kom hingað yfir sumarmánuðina þrjá árið 2007. Það ár komu hins vegar aðeins 60.157 erlendir túristar hingað á fyrsta ársfjórðungi sem er minna en í janúar sl. þegar ferðamennirnar voru nærri 63 þúsund.

Miklu fleiri Íslendingar til útlanda

Í mars voru nærri 33 þúsund íslenskir farþegar í vélunum sem tóku á loft frá Keflavíkur frá landinu sem er aukningu um 34 prósent frá mars í fyrra. Líklega má rekja hluta þessarar miklu aukningar til páskanna jafnvel þó páskafríið sjálft hafi ekki byrjað fyrr en 2. apríl. Alla jafna nýta margir Íslendingar páskamánuðinn til að að ferðast til útlanda og þar sem hátíðin var núna nálægt mánaðarmótum hefur það sennilega haft áhrif í mars. Það sem af er ári hafa 83.452 Íslendingar flogið frá landinu sem er aukning um 17 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Ferðamálastofu.