Íslensk debetkort loksins gjaldgeng hjá erlendum flugfélögum

netkaup

Með tilkomu nýrra debetkorta er hægt að komast hjá því að borga kreditkortagjald flestra erlendra flugfélaga Með tilkomu nýrra debetkorta er hægt að komast hjá því að borga kreditkortagjald flestra erlendra flugfélaga.
Nokkur af þeim lággjaldaflugfélögum sem hingað fljúga bæta tveimur prósentum eða fastri upphæð við farmiðaverðið ef farþeginn borgar með kreditkorti. Sá sem kaupir farmiða fyrir hundrað þúsund krónur borgar því aukalega að minnsta kosti tvö þúsund kr. fyrir það eitt að greiða með þess háttar korti.

Ónúmeruð kort

Flugfarþegar hér á landi hafa hingað til ekki komist hjá þessu aukagjaldi því lengi vel hafa íslensk debetkort ekki verið gjaldgeng í netverslunum. Á framhlið þeirra er nefnilega engin númeraröð líkt og er á kreditkortum. Þessu er til að mynda öfugt farið hjá frændþjóðunum þar sem debetkort eru eins í útliti og kreditkort.

Ný debetkort 

Nýverið hóf Íslandsbanki útgáfu á nýrri tegund MasterCard debetkorta sem eru með númeraröð og því hægt að nota þau í erlendum netverslunum. Korthafar þeirra eiga því að komast hjá kreditkortagjaldi flestra flugfélaga til að mynda easyJet og Norwegian sem bæði fljúga hingað allt árið um kring. Þess ber þó að geta að engin ferðatrygging fylgir debetkortagreiðslum.