Viltu komast út í vorið? 11 ódýrar ferðir úr landi um helgina

genf menn

Hér eru flugmiðarnir fyrir þá sem vilja komast burt í hvelli án þess þó að borga of mikið. Það er vetrarlegt um að litast víða um land þessa dagana og spáin lofar ekki góðu. Hér eru flugmiðarnir fyrir þá sem vilja komast burt í hvelli án þess þó að borga of mikið.
Það er frídagur á föstudaginn og því löng helgi framundan hjá hefðbundnu launafólki. Ferðaskrifstofurnar eru margar með borgarferðir á dagskrá þessa helgi og ennþá eru laus sæti í nokkrar af þessum ferðum. Það er jafnvel hægt að fá flugmiðana á sérkjörum svona stuttu fyrir brottför.
Hjá lággjaldaflugfélaginu easyJet eru einnig þónokkuð af ódýrum flugmiðum á boðstólum eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Við fargjöld félagsins bætast þó farangursgjöld og sömu sögu er að segja um WOW air.

Ódýrir flugmiðar til útlanda um helgina

Barcelona
Heimsferðir, 1. til 5.maí: 39.900 kr. á mann ef bókaðir 2 miðar.
Vita, 30.apríl til 3.maí: 39.900 kr. auk vildarpunkta en annars 49.900 kr.
Belfast
easyJet, 29.apríl til 2.maí: 15.720 kr. 
Birmingham
Icelandair, 30.apríl til 4.maí: 40.885 kr.
Bristol
easyJet, 30.apríl til 3.maí: 17.660 kr.
Búdapest
Heimsferðir, 1. til 5. maí: 39.900 kr. á mann ef bókaðir 2 miðar.
Genf
easyJet, 29.apríl til 2.maí: 21.524 kr.
London
easyJet, 30.apríl til 4.maí: 20.504 kr.
WOW air, 30.apríl til 4.maí: 34.874 kr.
Róm
Heimsferðir, 1. til 5.maí: 49.900 kr. á mann ef bókaðir 2 miðar.
Vita
, 30.apríl til 3.maí: 39.900 kr. auk vildarpunkta en annars 49.900 kr.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ HVAÐ GISTINGIN KOSTA Í ÞESSUM BORGUM