Svona hafa vor og sumarfargjöldin þróast síðustu fjögur ár

fle 860

Verð á flugmiðum sveiflast upp og niður milli ára eins og hér má sjá. Verð á flugmiðum sveiflast upp og niður milli ára eins og hér má sjá. 
Sá sem bókar í dag flugmiða til Kaupmannahafnar eftir tólf vikur borgar um helmingi minna en farþegi sem var í sömu sporum fyrir akkúrat ári síðan. Fargjöldin til dönsku borgarinnar eru álíka há í dag og þau voru á þessum tíma árið 2012. Sá sem ætlar til London eftir fjórar vikur kemst þó þangða fyrir mun minna en fyrir ári síðan. Hafa fargjöldin þangað á þessum tíma árs ekki verið lægri síðan Túristi hóf að gera mánaðarlegar verðkannanir á farmiðum til London, Óslóar og Kaupmannahafnar árið 2012.
Í könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöld innan vikunnar með hverju flugfélagi fyrir sig. Reiknað er með að lágmarksdvöl í útlöndum sé 2 nætur og er bókunar- og farangursgjöldum bætt við fargjöldin þegar það á við.