Tveir vinir á ferðalagi

hordur arnar-skjamynd

Frá því að Arnar Ívarsson var barn hefur hann látið sig dreyma um heimsókn til Egyptalands til að skoða pýramídana í Giza og hofin í Abu Simbel. Eftir byltinguna árið 2011 urðu ferðalög til Egyptalands viðráðanlegri, alla vega fjárhagslega þó ótryggt stjórnmálaástand hafi dregið verulega úr vinsældum landsins meðal ferðamanna. Arnar segist hafa leitað til fjöldamargra ferðaskrifstofa út í heimi og eftir tveggja mánaða samningaviðræður keypti hann pakka af Memphis Tours sem mun vera elsta starfandi ferðaskrifstofa Egyptalands. Í framhaldinu sannfærði hann vin sín Hörð Pétursson um að slást í för með sér. 

Kostaði rúma hálfa milljón

Ferðalagið tók 17 daga og flugu þeir samtals tíu sinnum á milli staða. Flug, gisting með mat, skoðanaferðir, aðgöngumiðar og eigin leiðsögumenn voru með í pakkanum sem kostaði 520.000 að sögn Arnars. Þeir félagar tóku upp ferðamyndbönd fyrir vini og kunningja sem skoða má hér.

Ferðaáætlun Arnars og Harðar:
Reykjavík  til Berlínar.
Berlín til Kaíró, skoða borgina og Pýramídana í Giza.
Kaíró til Lúxor, Karnak og Lúxor hofin.
Lúxor, loftbelgsflug yfir Lúxor, Faróadalurinn og Hatshepsut hofið.
Nílarsigling frá Lúxor með viðkomu í Edfu, Kom Ombo, Aswan og Abu Simbel.
Aswan til Sharm el Sheikh, næturganga á Mt. Sinai og afslöppun.
Sharm el Sheikh  til Amman
Týnda borgin Petra
Amman til Dubai, skoða borgina og fara í Burj khalifa og eyðimerkursafarí.
Dubaí til Ósló og til Reykjavíkur