Vel nýttar flugvélar í mars

Þær voru þéttsetnar þoturnar hjá Icelandair og WOW air í síðasta mánuði Þær voru þéttsetnar þoturnar hjá Icelandair og WOW air í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja um easyJet.
Níu af hverjum tíu sætum í vélum WOW air í mars voru bókuð og segir Skúli Mogensen, forstjóri félagsins, vera mjög ánægður með útkomuna. Hjá Icelandair var sætanýtingin í mars 82,7 prósent en var 78,3 prósent í mars í fyrra samkvæmt tilkynningu félagsins.
Til samanburðar má geta að hjá easyJet, sem var næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í mars, voru 92,6 prósent sætanna skipuð í síðasta mánuði. Það á við um allar ferðir easyJet en ekki bara flug félagsins til og frá Íslandi.

Mismunandi reikniaðferðir

Flugfélög innan samtakanna evrópskra flugfélaga, AEA, reikna meðal annars sætanýtingu út frá fluglengd hverjar ferðar og eru farþegar með frímiða ekki teknir með í reikninginn. Icelandair beitir þessari aðferð til að finna út sætanýtingu félagsins. Hjá WOW air jafngildir sætanýtingin fjölda farþega um borð í hverri vél, 90 prósent nýting þýðir þá að 180 farþegar hafi flogið með flugvél með 200 sætum.