11 bestu flugvellirnir í Bandaríkjunum

sanfrancisco airport

Hvaða flughafnir vestanhafs standa fremst þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur, þráðlausu neti, samgöngum og fleira?
Ráðgjafafyrirtækið Global Gateway Alliance hefur tekið út tuttugu af stærstu flugstöðvum Bandaríkjanna og gefið þeim einkunn fyrir þætti eins og þrjáðlaust net, aðstöðu fyrir barnafjölskyldur, drykkjarvatn og almenningssamgöngur.

Flogið til fjögurra frá Íslandi

Ellefu af þessum tuttugu flughöfnum komust svo á lista yfir fyrirmyndarflugvelli en tilgangurinn með úttekt Global Gateway Alliance er sá að finna dæmi um hvernig bæta megi flugvellina á New York svæðinu. En eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá á New York einn fulltrúa á listanum yfir bestu flugvellina.
Af þessum ellefu þá er boðið upp á áætlunarflug héðan til fjögurra þeirra, Icelandair og Delta fljúga til JFK í New York, fyrrnefnda félagið flýgur auk þess til Seattle og Minneapolis og svo fljúga bæði Icelandair og WOW air til Logan flugvallar við Boston

11 bestu flugvelli Bandaríkjanna

  • Atlanta Hartsfield-Jackson
  • Boston Logan
  • Chicago O’Hare
  • Dallas Fort Worth
  • Detroit Metropolitan
  • John F. Kennedy í New York
  • Minneapolis St. Paul
  • Los Angeles
  • Philadelphia
  • San Francisco
  • Seattle Tacoma