54 ferðir í viku til London frá Keflavíkurflugvelli

london stor

Það stefnir í loftbrú milli London og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í febrúar og munu fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á þessari flugleið. Það stefnir í loftbrú milli London og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í febrúar og munu fjögur flugfélög keppa um hylli farþega á þessari flugleið.
Það lætur nærri að fimmta hver farþegaþota sem tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli setji stefnuna á flugvellina við höfuðborg Bretlands. Í febrúar er hlutfall Lundúnaferða ennþá hærra því þá nær ferðamannastraumurinn frá Bretlandi hámarki. Það koma nefnilega fleiri breskir ferðamenn til Íslands í febrúar en nokkurn annan mánuð ársins og þannig hefur það verið undanfarin ár.

Tvö stærstu flugfélög Breta

Ein ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er sú að í febrúar eru skólafrí í Bretlandi og þau nota margir til að ferðast. Flugfélögin sem fljúga milli Íslands og London bæta þá við nokkrum ferðum og í febrúar næstkomandi eru nú á boðstólum 54 brottfarir í viku frá Keflavík til London. Á sama tíma árið 2012 voru ferðirnar hins vegar 19. 
Í vetur munu tvö stærstu flugfélög Bretlands, British Airways og easyJet, bjóða upp á áætlunarflug til Íslands frá London auk Icelandair og WOW air. Auk Lundúna er líka boðið upp á áætlunarflug, allan ársins hring, til bresku borganna Glasgow, Edinborg, Belfast, Bristol og Manchester og Birmingham.