Bannar borgarstarfsmönnum að kaupa flugmiða hjá Ryanair

ryanair velar

Í ár hóf stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu að fljúga til og frá Kaupmannahafnarflugvelli og það hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig Í ár hóf stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu að fljúga til og frá Kaupmannahafnarflugvelli. Danska verkalýðshreyfingin er ósátt við þá samninga sem félagið býður og það sama á við um sveitarstjórnarmenn á Kaupmannahafnarsvæðinu. 
Kjör starfsmanna hins írska Ryanair hafa verið í brennidepli í Danmörku í ár eftir að félagið hóf starfsemi í Kaupmannahöfn. Komið hefur til mótmæla á blaðamannafundum félagsins í Danmörku og einnig við vélar Ryanair á flugbrautunum við Kastrup. Það eru stéttarfélög í fluggeiranum sem hafa staðið fyrir þessum aðgerðum og farið fram á að dönskum starfsmönnum Ryanair verði boðnir hefðbundnir ráðningasamningar en ekki verktakasamningar líkt og tíðkast hjá Ryanair.

Níu sveitarfélög sniðganga Ryanair

Deilan hefur nú náð nýjum hæðum eftir að Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, gaf það út að starfsmönnum borgarinnar væri ekki heimilt að bóka flug með Ryanair þegar þeir þurfa að ferðast vegna vinnu. Ástæðuna segir hann vera þá að Ryanir stundi það að snuða starfsmenn sína til dæmis með því að bjóða lítil eða engin lífeyrisréttindi eða rétt til orlofs. Kaupmannahöfn er níunda sveitarfélagið í Danmörku sem bannar kaup á farmiðum með Ryanair með þessum hætti. Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla eru stjórnendur Ryanair mjög ósáttir við yfirlýsingar borgarstjórans og segja þær byggðar á vanþekkingu og misskilningi.