Bílaleigubílar lækka í verði í Evrópu en eru áfram dýrastir hér

bilaleigukonnun 25mai turisti

Leiguverð bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll er sem fyrr sér á báti þó sumartaxtarnir hafi lækkað síðustu mánuði. Leiguverð bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll er sem fyrr sér á báti þó sumartaxtarnir hafi lækkað síðustu mánuði.

 

Ferðamaður sem bókar í dag bíl af minnstu gerð fyrir sumarið á bílaleigunum við Keflavíkurflugvöll borgar nokkru minna en sá sem var í sömu sporum fyrir fjórum og tveimur mánuðum síðan. Þann 1. febrúar kostaði að jafnaði 8.768 krónur á dag að hafa lítinn bíl til umráða í 2 vikur hér á landi í sumar en tveimur mánuðum síðar var verðið komið upp í 9.134 krónur. Í dag er meðaverðið sumarsins komið niður í 8.018 krónur samkvæmt könnunum Túrista.

Verðlækkanir við flesta flugvelli

Þrátt fyrir þessa verðlækkun eru verðskrár bílaleiganna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar ennþá mun hærri en við hinar nítján flughafnirnar sem kannaðar voru. Ástæðan er meðal annars sú að við  fimmtán aðrar flugstöðvar hafa sumartaxtarnir einnig lækkað. Þeir sem bókuðu bíl með löngum fyrirvara borga því meira en þeir sem ganga frá leigunni í dag nema við flugvellina í Ósló, Stokkhólmi, Amsterdam og Kaupmannahöfn eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. 
Í þessum verðkönnunum Túrista eru fundnir ódýrustu leigubílarnir við hverja flugstöð síðustu tvær vikurnar í júní, júlí og ágúst og svo reiknað út meðalverð á dag. Í öllum tilvikum er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging innifalin í verðinu. Notast var við leitarvél Rentalcars.com sem er ein umsvifamesta bókunarsíða heims á þessu sviði og býður því oft lægra verð en almennt gerist. Þess ber að geta að Rentalcars.com er samstarfsaðili Túrista og sér um bílaleiguleit síðunnar.