Nú þegar fleiri breskir ferðamenn en allt árið 2012

reykjavik vetur

Nærri 100 þúsund Bretar komu hingað fyrstu fjóra mánuði ársins sem er nokkru meira en allt árið 2012. Utanferðum Íslendinga fjölgar um 12 prósent. Nærri 100 þúsund Bretar komu hingað fyrstu fjóra mánuði ársins sem er nokkru meira en allt árið 2012. Utanferðum Íslendinga fjölgar um 12 prósent.
Það sem af er ári hafa 288.700 erlendir ferðamenn flogið frá Keflavíkurflugvelli og þar af voru Bretar ríflega þriðjungur eða 98 þúsund talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Til samanburðar komu hingað um 44 þúsund bandarískir ferðamenn á fyrsta þriðjungi ársins en þessar tvær þjóðir eru sem fyrr fjölmennastar í hópi erlendra ferðamanna hér á landi.

Áframhald á næsta ári?

Bilið á milli þjóðanna tveggja hefur hins vegar breikkað síðustu ár því árið 2012 komu hingað örlítið fleiri Bandaríkjamenn en Bretar. Allt það ár voru breskir ferðamenn á Íslandi 94.599 en eins og áður segir hafa 98 þúsund Bretar komið hingað það sem af er ári. Miðað við flugáætlanir flugfélaganna sem fljúga héðan til Bretlands þá búast forsvarsmenn þeirra við áframhaldandi aukningu því í framboð á flugi héðan til Lundúna mun aukast töluvert í byrjun næsta árs líkt og Túristi greindi frá.

Íslendingar fara oftar út

Fyrstu fjóra mánuði ársins flugu rúmlega 119 þúsund íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli sem er aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Leita þarf aftur til áranna 2006, 2007 og 2008 til að finna tímabil þar sem Íslendingar hafa ferðast meira en í ár. Fyrstu ársþriðjunganna árin 2004 og 2005 voru Íslendingar hins vegar mun minna á ferðinni en þeir hafa verið í ár.