Fargjöldin í júní hafa lítið breyst frá því í fyrra

london oxfordstraeti

Ódýrustu farmiðarnir til London eftir fjórar vikur eru ódýrari núna en á sama tíma á síðasta ári. Ódýrustu farmiðarnir til London eftir fjórar vikur eru ódýrari núna en á sama tíma á síðasta ári. Fargjöldin til Óslóar og Kaupmannahafnar hafa í sumum tilfellum hækkað.
Sá sem ætlar til London eftir fjórar vikur kemst þangað fyrir rúmar 32 þúsund ef bókað er í dag. Það er easyJet sem býður lægsta verðið. Til Kaupmannahafnar er WOW ódýrari kostur en Icelandair og verð Norwegian og SAS til Óslóar eru nánast þau sömu eins og sjá má á súluritunum hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá hvernig fargjöldin hafa þróast á þessum tíma árs aftur til ársins 2012.

Ef ferðinni er hins vegar heitið út í byrjun ágúst þá eru fargjöldin í sumum tilvikum nokkuð hærri en núna í júní. Til að mynda er miklu dýrara til Kaupmannahafnar í ágúst eins og sjá má hér fyrir neðan.