Boston kemst í fjórða sætið á Keflavíkurflugvelli

boston stor

Í apríl voru í boði áætlunarferðir til 34 fjögurra borga frá Keflavíkurflugvelli. Hér eru þær tíu sem oftast var flogið til. Í apríl voru í boði áætlunarferðir til 34 fjögurra borga frá Keflavíkurflugvelli. Hér eru þær tíu sem oftast var flogið til.
Nú styttist í að aðalferðamannatímabilið hefjist og þá fjölgar áfangastöðunum sem flugfarþegar hér á landi geta flogið beint til. Í apríl bættust nokkrar borgir við og í heildina var flogið til þrjátíu og fjögurra borga. Sem fyrr er London sá staður sem oftast er á dagskrá flugfélaganna hér á landi og lét nærri að fimmta hver þota tæki stefnuna á bresku höfuðborgina í síðasta mánuði. Þar á eftir koma Kaupmannahöfn og Ósló en þessar þrjár borgir eru ávallt í efstu sætunum samkvæmt talningum Túrista.

Boston ofar á lista

Í lok mars hófst áætlunarflug WOW air til Boston og flýgur félagið fimm sinnum í viku til bandarísku borgarinnar. Icelandair flýgur þangað að minnsta kosti daglega og suma daga eru ferðirnar þrjár á dag. Með tilkomu WOW air á þessari flugleið er Boston komin í fjórða sæti yfir þær borgir sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Ein af ástæðum þess að íslensku félögin geta flogið svona reglulega til Boston er sú að þangað er ekki boðið upp á áætlunarflug frá hinum Norðurlöndunum líkt og Túristi greindi frá. Það er því líklegt að margir Skandinavar á leið til Boston stoppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á leiðinni vestur.

Vægi þeirra tíu borga sem oftast var flogið til í apríl

  1. London: 18,7%
  2. Kaupmannahöfn: 9,9%
  3. Ósló: 8,3%
  4. Boston: 6%
  5. París: 5,1%
  6. New York: 4,9%
  7. Amsterdam: 3,6%
  8. Stokkhólmur: 3,6%
  9. Frankfurt: 3,2%
  10. Seattle: 3,2%