Indítónlist hittir í mark hjá flugfarþegum

american airlines

Eftir að forsvarsmenn stærsta flugfélags heims skrúfuðu fyrir lyftutónlistina og settu rokk á fóninn þá rignir inn jákvæðum umsögnum á samfélagsmiðlunum.
Í hátalarakerfum flugvéla hljómar oft músík á meðan farþegarnir koma sér fyrir og aftur þegar þeir ganga frá borði. Fyrir valinu verður þá oft hlutlaus tónlist sem engan stuðar eða hrífur. Þannig var það til að mynda í vélum stærsta flugfélags heims, American Airlines.
Í vor fannst stjórnendum fyrirtækisins hins vegar kominn tími á breytingar og íhuguðu að útbúa lagalista með vinsælustu lögunum hverju sinni. Sú hugmynd þótti hins vegar ekki nógu góð og í staðinn var ákveðið að spila aðeins indítónlist. En til þeirrar tónlistarstefnu teljast rokk- og popparar sem ná sjaldnast til mjög stórra hlustendahópa og komast þar af leiðandi sjaldan á vinsældarlista. Samkvæmt frétt Skift.com hefur þessi áherslubreyting haft það í för með sér að jákvæðar umsagnir um American Airlines á Twitter eru sjöfalt fleiri nú en áður.
Hér fyrir neðan má sjá lagalista American Airlines.

Lögin fyrir flugtak:

1 Chillout – Ice Dream
2 The xx – Crystalised
3 Jens Buchert – Hermetic Laws
4 Phantogram – When I’m Small
5 Amberland – Obelisk
6 Lykke Li – I Follow Rivers
7 Jens Buchert – Dawn Rider
8 M83 – Wait

Lögin eftir lendingu:

1 Foster the People – I Would Do Anything for You
2 Hozier – From Eden
3 Wild Cub – Thunder Clatter
4 Real Estate – Snow Days
5 Little Dragon – Ritual Union
6 Lykke Li – No Rest For The Wicked
7 Cayucas – Cayucos
8 Future Islands – Seasons (Waiting on You)
9 Small Black – No Stranger
10 Peter Black – Soon
11 Broken Bells – After the Disco
12 The Shins – New Slang
13 Little Joy – The Next Time Around
14 Ivan & Alyosha – Running For Cover