Kravitz prufukeyrir nýjasta hótelið í New York

kravtiz

Í dag opnar nýr gististaður eins frægasta hótelmóguls heims á Manhattan. Síðustu daga hefur gömul rokkstjarna verið eini gestur hótelsins.
Á þessari stundu eru fyrstu gestirnir að taka á móti lyklunum að herbergjum sínum á The New York Edition hótelinu við Madison Avenue á Manhattan. Þetta er fjórði gististaðurinn sem kenndur er við Edition en hinir eru í Istanbúl, London og á Miami. 

Frægur smekkmaður

Edition hótelin eru í eigu Marritt hótelkeðjunnar og Ian Schrager, eins þekktast hótelhönnuðar í heimi. Hann vann sér það meðal annars til frægðar að hafa sett á stofn hinn sögufræga skemmtistað Studio 54 á Manhattan á áttunda áratugnum.

Var í svítunni að sjálfsögðu

Það eru 273 herbergi á Edition hótelinu í New York og þeir sem munu sofa þar í nótt verða fyrstu gestirnir til að leggjast þar til hvílu. Nema sá sem á bókaða stærstu svítuna því síðustu nætur hefur rokkarinn Lenny Kravitz búið í henni. Ástæðan er sú að honum og Ian Schrager er vel til vina og sá taldi tilvalið að fá Kravitz til að taka út hótelið áður en fyrstu gestirnir mættu á svæðið.
Þeir sem hafa áhuga á að fara sömu leið og Kravitz geta bókað herbergi á The New York Edition hótelinu hér en nóttin á ódýrustu herbergjunum kostar um 100 þúsund krónur.