Hóteltékk: Hotel La Tour í Birmingham

latourbirmingham

Vel staðsettur gististaður fyrir þá sem vilja alls ekki gista á hefðbundnu bresku hóteli. Vel staðsettur gististaður fyrir þá sem vilja alls ekki gista á hefðbundnu bresku hóteli.
Það kannast líklega margir við að hafa lent á  hótelherbergi í Bretlandi þar sem hurðin rekst næstum í rúmið, útsýnið nánast ekkert og baðherbergið á stærð við kamar. Í Birmingham, næst fjölmennustu borg Bretlands, er vafalítið úr ófáum þess háttar gististöðum að velja en Hotel La Tour er ekki eitt þeirra. 

Herbergin

La Tour er fjögurra stjörnu hótel sem tekið var í notkun fyrir þremur árum síðan í nýbyggingu í miðborginni. Þar eru 174 herbergi og þeim öllum ná gluggarnir frá lofti og niður á gólf. Vistaverunar eru því bjartar þó herbergin séu innréttuð í dökkum litum. Minnstu herbergin kallast „City Room“ og þar er nóg pláss fyrir stórt rúm, hægindastól og lítið skrifborð. Baðherbergin eru líka rúmgóð. Hótelgestir frá frían aðgang að þráðlausu neti og var sambandið gott alls staðar þar sem útsendari Túrista fór um innan veggja hótelsins.

Staðsetningin

Eitt helsta aðdráttarafl Birmingham er Bullring verslunarkjarninn sem er einn sá stærsti í Bretlandi. Hann er í miðri borginni og það tekur aðeins um 5 mínútur að rölta frá anddyri La Tour hótelsins inn í miðjan kringluna. La Tour er hins vegar ekki bara vel staðsett fyrir þá sem ætla í búðarölt heldur einnig þá sem vilja búa miðsvæðis og geta farið fótgangandi á milli markverðustu staða. Þeir sem vilja nýta sér almenningssamgöngur til og frá flugvellinu eru líka vel settir á La Tour því í 10 mínútna göngufæri frá hótelinu er New Street lestarstöðin og þar stoppa lestirnar á leiðinni frá flugvellinum

Verðið

Ódýrustu herbergin á La Tour kosta 89 pund sem samsvarar um 18 þúsund íslenskum krónum á nótt. Það er hins vegar reglulega hægt að finna alls kyns tilboð á heimasíðu hótelsins þar sem í boði eru helgarpakkar með með inneign á matsölustöðum hótelsins.
Icelandair hóf nýverið að fljúga til Birmingham. Félagið flýgur héðan á fimmtudögum og mánudögum til borgarinnar.
Sjá heimasíðu Hotel La Tour 
latourhotel birmingham