Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Hotel La Tour í Birmingham

latourbirmingham

Vel staðsettur gististaður fyrir þá sem vilja alls ekki gista á hefðbundnu bresku hóteli. Vel staðsettur gististaður fyrir þá sem vilja alls ekki gista á hefðbundnu bresku hóteli.
Það kannast líklega margir við að hafa lent á  hótelherbergi í Bretlandi þar sem hurðin rekst næstum í rúmið, útsýnið nánast ekkert og baðherbergið á stærð við kamar. Í Birmingham, næst fjölmennustu borg Bretlands, er vafalítið úr ófáum þess háttar gististöðum að velja en Hotel La Tour er ekki eitt þeirra. 

Herbergin

La Tour er fjögurra stjörnu hótel sem tekið var í notkun fyrir þremur árum síðan í nýbyggingu í miðborginni. Þar eru 174 herbergi og þeim öllum ná gluggarnir frá lofti og niður á gólf. Vistaverunar eru því bjartar þó herbergin séu innréttuð í dökkum litum. Minnstu herbergin kallast „City Room“ og þar er nóg pláss fyrir stórt rúm, hægindastól og lítið skrifborð. Baðherbergin eru líka rúmgóð. Hótelgestir frá frían aðgang að þráðlausu neti og var sambandið gott alls staðar þar sem útsendari Túrista fór um innan veggja hótelsins.

Staðsetningin

Eitt helsta aðdráttarafl Birmingham er Bullring verslunarkjarninn sem er einn sá stærsti í Bretlandi. Hann er í miðri borginni og það tekur aðeins um 5 mínútur að rölta frá anddyri La Tour hótelsins inn í miðjan kringluna. La Tour er hins vegar ekki bara vel staðsett fyrir þá sem ætla í búðarölt heldur einnig þá sem vilja búa miðsvæðis og geta farið fótgangandi á milli markverðustu staða. Þeir sem vilja nýta sér almenningssamgöngur til og frá flugvellinu eru líka vel settir á La Tour því í 10 mínútna göngufæri frá hótelinu er New Street lestarstöðin og þar stoppa lestirnar á leiðinni frá flugvellinum

Verðið

Ódýrustu herbergin á La Tour kosta 89 pund sem samsvarar um 18 þúsund íslenskum krónum á nótt. Það er hins vegar reglulega hægt að finna alls kyns tilboð á heimasíðu hótelsins þar sem í boði eru helgarpakkar með með inneign á matsölustöðum hótelsins.
Icelandair hóf nýverið að fljúga til Birmingham. Félagið flýgur héðan á fimmtudögum og mánudögum til borgarinnar.
Sjá heimasíðu Hotel La Tour 
latourhotel birmingham

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …