Óeðlilegt að ríkisstarfsmenn þiggi vildarpunkta

flugtak 860

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir algjört grundvallaratriði að tekið verði fyrir að sporslur til ríkisstarfsmanna Undirbúningur er hafin á útboði á farmiðakaupum ríkisins. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir algjört grundvallaratriði að tekið verði fyrir að sporslur til ríkisstarfsmanna.
Kaup hins opinbera á flugmiðum eru talin vera það umfangsmikil að leita skuli tilboða í þau á nýjan leik. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála sem birtur var í síðustu viku í máli WOW air gegn fjármálaráðuneytinu. Lagði nefndin það fyrir fjármálaráðuneytið að farmiðakaup ríkisins til og frá Íslandi verði boðin út. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá Ríkiskaupum þá er gagnaöflun hafin fyrir þess háttar útboð. 
Fyrir rúmum fjórum árum bauð ríkið síðast út kaup sín á farmiðum og þá bárust tilboð frá Icelandair og Iceland Express og var þeim báðum tekið. Forsvarsmenn Iceland Express kærðu þá niðurstöðu og sögðust lítil viðskipti hafa fengið frá hinu opinbera þrátt fyrir samninginn. Iceland Express hætti starfsemi haustið 2012.

Tóku óhagstæðu tilboði

Forsvarsmenn Félags atvinnurekenda hafa lengi talað fyrir því að nýtt útboð verði haldið og í svari til Túrista segir Ólafur Stepenhensen, framkvæmdastjóri samtakanna, að flugmiðakaupin skuli bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu og allir eigi að hafa jafnan rétt á að taka þátt. „Það er mikilvægt að samkeppnin verði sem virkust til að ná sem mestri hagkvæmni. Það á því að taka tilboðum sem eru fjárhagslega hagkvæm en það er líka mikilvægt að hafna tilboðum sem eru það ekki. Síðast þegar flugmiðakaup voru boðin út var tekið tveimur tilboðum, lágu boði frá Iceland Express og jafnframt háu boði frá Icelandair. Kærunefnd útboðsmála komst síðar að þeirri niðurstöðu að síðarnefnda tilboðið hefði verið svo óhagstætt að því hefði ekki átt að taka. Niðurstaðan varð hins vegar sú að ríkið beindi áfram viðskiptum sínum aðallega til félagsins sem bauð lakari kjör.“

Vildarpunktar eiga ekki að vera í boði

Ólafur segir jafnframt að það sé algjört grundvallaratriði að tekið verði fyrir það að einstaka bjóðendur geti boðið starfsmönnum ríkisins sporslur fyrir að beina viðskiptum sínum til þeirra. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn þiggi vildarpunkta til persónulegra nota vegna flugferða sem skattgreiðendur hafa borgað fyrir. Um þetta gilda engar reglur, þrátt fyrir ábendingar m.a. Ríkisendurskoðunar.“