Byggja stærstu flugstöð í heimi

pekingflugvollur a

Eftir þrjú ár verður tekið í notkun nýtt risavaxið hús við Pekingflugvöll.
Umferðin um aðalflugvöllurinn í höfuðborg Kína hefur aukist gífurlega hratt síðustu ár og í fyrra fóru 86 milljónir farþega um flughöfnina.  Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu og því tímabært að stækka flugstöðvarnar á svæðinu. Árið 2018 stendur til að vígja nýjustu viðbótina sem verður 700 þúsund fermetrar að stærð og þar með stærsta flugstöð heims. Eins og sjá má hér fyrir neðan er þessi nýja flugstöð óvenjuleg í laginu en það er bresk-íranski arkitektinn Zaha Hadid sem teiknaði ferlíkið. 
pekingflugvollur b
pekingflugvollur3