Reiðufé senn á þrotum í Berlín

berlin sol

Það er vissara að taka með sér gjaldeyri ef ferðinni er heitið til höfuðborgar Þýskalands næstu daga Það er vissara að taka með sér gjaldeyri ef ferðinni er heitið til höfuðborgar Þýskalands næstu daga. 
Starfsfólkið sem sér um að fylla hraðbankana í Berlín af evruseðlum er í verkfalli þessa dagana. Margir hraðbankar eru nú þegar orðnir tómir og heimamenn og túristar í borginni lenda því í vanda þegar borga þarf fyrir vöru eða þjónustu með reiðufé.

Útibúin gera takmarkað gagn

Samkvæmt frétt hins danska Politiken eru nú þegar margir hraðbankar orðnir tómir og er ástandið farið að valda pirringi hjá Berlínarbúum sem þurfa nauðsynlega á skotsilfri að halda. Vissulega er hægt að fara í hefðbundin bankaútibú og sækja pening en þau eru öll lokuð á kvöldin og um helgar.

Margir vilja bara seðla

Í Berlín er að sjálfsögðu hægt að borga fyrir langflest með greiðslukorti en á sumum stöðum er aðeins hægt að versla fyrir reiðufé. Til dæmis er ekki hægt að kaupa farmiða með korti í sjálfsölunum á neðanjarðarlestarstöðvum borgarinnar. Margar verslanir og veitingastaðir vilja heldur ekki sjá kortin.