Sætanýting flugfélaganna ólík

icelandair radir

Í apríl voru farþegarýmin hjá Icelandair, easyJet og Norwegian betur nýtt en á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er ekki að segja um SAS. Í apríl voru farþegarýmin hjá Icelandair, easyJet og Norwegian betur nýtt en á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er ekki að segja um SAS. Ekki fengu upplýsingar frá WOW air um sætanýtingu í apríl.
Þau flugfélög sem eru á hlutabréfamarkaði þurfa að reglulega að gefa upplýsingar um hversu hátt hlutfall sætanna um borð í vélunum eru skipuð í hverjum mánuði fyrir sig. Hlutfallið kallast sætanýting og er það meðal annars reiknað út frá flognum kílómetrum. Vél sem flýgur í 5 tíma til Bandaríkjanna vegur því tvöfalt þyngra, þegar nýtingin er reiknuð út, en til að mynda þota sem flýgur í tvo og hálfan tíma til Skotlands. 

Mikil lækkun hjá SAS

Í apríl voru flugfélögin Icelandair, WOW air, easyJet, SAS og Norwegian umsvifamest hér á landi samkvæmt talningu Túrista. Öll eru þau á hlutabréfamarkaði nema WOW air. Skráðu félögin hafa síðustu daga birt upplýsingar um sætanýtingu eins og þeim bera að gera og hér fyrir neðan má sjá hver nýting félaganna var í apríl.
Í töfluna vantar sætanýtingu WOW air en síðustu mánuði hafa forsvarsmenn flugfélagsins deilt þessum upplýsingum með lesendum Túrista en ekki að þessu sinni.
Hafa skal í huga að sætanýting erlendu flugfélaganna á við um allt flugfélaganna, ekki bara ferðir til og frá Íslandi.

Sætanýting flugfélaganna í apríl.

 
Flugfélag Sætanýting í apríl 2015 Breyting frá apríl 2014
easyJet 90,8% Hækkun um 1 prósentustig
Icelandair 82,2% Hækkun um 3 prósentustig
Norwegian 82,4% Hækkun um 2,6 prósentustig
SAS 70,1% Lækkun um 9,2 prósentustig