Staðirnir sem ferðamenn borga minnst fyrir sólargeislana

rhodos

Þegar kostnaðinum við uppihald er deilt niður á sólarstundir þá kostar hver klukkutími af sól minnst á grískri eyju en mest á Manhattan. Þegar kostnaðinum við uppihald er deilt niður á sólarstundir þá kostar hver klukkutími af sól minnst á grískri eyju en mest á Manhattan. 
Það er ekki nóg að finna ódýrt flug og hótel til að komast ódýrt frá sólarlandaferðinni. Það kostar líka sitt að fara út að borða, kaupa aðgang að skemmtigörðum, taka leigubíl og ýmislegt fleira. Sænskir bankamenn hafa nú tekið sig til og reiknað út hvað uppihaldið kostar á þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum víðs vegar um heiminn og deilt kostnaðinum niður á fjölda sólarstunda á hverjum og einum þeirra. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan kostar sólarstundin minnst á grísku eyjunni Rhodos en mest í New York.