WOW air næststærsta flugfélagið á ný

wowair freyja

Áfram eykst umferðin um Keflavíkurflugvöll á milli ára. Í apríl fjölgaði brottförunum um að jafnaði fjórar á dag. Áfram eykst umferðin um Keflavíkurflugvöll á milli ára. Í apríl fjölgaði brottförunum um að jafnaði fjórar á dag. Íslensku félögin tvö standa undir um átta af hverjum tíu áætlunarferðum.
Í síðasta mánuði voru farnar að jafnaði 32 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli og fjölgaði þeim um 14 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Níu flugfélög buðu upp á reglulegt flug til og frá Keflavíkurflugvelli í apríl.

Þau íslensku með bróðurpartinn

Á fyrsta fjórðungi ársins var easyJet annað umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í brottförum talið. Fram að því hafði WOW air og þar á undan Iceland Express verið í öðru sætinu á eftir Icelandair. Íslenska lággjaldaflugfélagið hefur nú endurheimt það sæti því í apríl bauð félagið upp á talsvert fleiri ferðir en easyJet. Munar þar miklu um að WOW air hefur hafið flug til Bandaríkjanna á meðan easyJet dregur vanalega úr Íslandsflugi á vorin og sumrin. Samanlagt stóðu íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air fyrir um átta af hverjum tíu áætlunarferðum í síðasta mánuði.

Hlutdeild Icelandair dregast saman

Í apríl fjölgaði flugferðum Icelandair um nærri fimm prósent frá sama tíma í fyrra en þrátt fyrir að minnkar vægi félagsins á Keflavíkurflugvelli eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Ástæðan fyrir því er sú að hlutfallslega jókst umferðin á vegum easyJet og WOW air mun meira. 

Umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli, í brottförum talið:

Apríl 2015FlugfélagHlutdeild 2015Hlutdeild 2014
1.Icelandair65%71%
2.WOW air14,6%13,2%
3.easyJet11,7%7,6%
4.SAS3,4%3,6%
5.Norwegian2,2%2,5%