Aðgát skal höfð þegar tengst er ókeypis þráðlausu neti

simar kaffihus

Það er oft léttir að komast í samband í útlöndum. Það er þó vissara að hafa nokkur atriði í huga áður en netrápið hefst. Það er oft léttir að komast í samband á ferðalagi í útlöndum. Það er þó vissara að hafa nokkur atriði í huga áður en netrápið hefst.
Með tilkomu snjallsímanna hækkuðu símreikningar margra gífurlega enda dýrt að tengjast erlendum 3G og 4G netum. Í dag bjóða símafyrirtækin hins vegar upp á lægri prísa og eins hefur Evrópusambandið sett verðþak á þessa þjónustu innan EES-svæðisins. Samt sem áður kostar ennþá sitt að tengjast í útlöndum og margir leita því uppi kaffihús og aðra staði þar sem viðskiptavinir fá að þessa þjónustu í kaupbæti. Það getur hins vegar verið varasamt að treysta um of á heiðarleika þeirra sem bjóða upp á þess háttar. Samkvæmt frétt danska blaðsins Politiken þá er auðvelt fyrir svindlara að setja upp þráðlaust net á fjölförnum stöðum og nýta sér svo þær persónuupplýsingar sem notendurnir slá inn í símana sína eða tölvur. Til að mynda lykilorð að bönkum, netverslunum o.s.frv. Danskur sérfræðingur í þessum málaflokki mælist því til að fólki fylgi þessum ráðum þegar það fer á netið í gegnum tengingu sem það þekkir ekki.

5 góð ráð þegar farið er á netið í fríinu

– Forðastu þráðlaust net sem ekki þarf að lykilorð að.
– Ekki fara inn á netbanka eða aðrar síður þar sem þú setur inn viðkvæmar upplýsingar, t.d. kennitölu.
– Í netverslunum þarf að setja inn kreditkortaupplýsingar og því vissara að sneiða hjá þeim þegar nettengingin er ekki þekkt.
– Mundu að afskrá þig alltaf út af öllum síðum sem þú hefur aðgang að með notendanafni og lykilorði.
– Vertu viss um að vírusvörn tölvunnar sé í lagi og stýrikerfið uppfært.