Allt sem þú þarft að vita um bandarískar samlokur

nytimes samlokur

Amerískar samlokur af öllum stærðum og gerðum.
Samkvæmt bandaríska landbúnarráðuneytingu er samloka vara sem inniheldur að lágmarki 35 prósent kjöt og í mesta lagi 50 prósent af brauði. En eins og bent er á í þessari grein New York TImes þá fer því fjarri að það sé kjöt á öllum samlokum.
Hér hafa blaðamenn blaðsins gert sitt besta til að útskýra muninn á öllum þeim sígíldu samlokum sem Bandaríkjamenn hafa gætt sér á í gegnum tíðina og munu væntanlega gera um ókomna framtíð.
Sá sem vill vera á heimavelli á bandarískum samlokustað ætti að fara í gegnum þennan lista og ekki skemmir fyrir að myndirnar eru margar hverjar mjög lystaukandi.
Sjá umfjöllun New York Times.