Farmiðarnir til London ekki verið dýrari

london oxfordstraeti

Sá sem bókar í dag farmiða til London með 12 vikna fyrirvara borgar nokkru meira en sá sem var í sömu sporum sl. 4 ár. Öðru máli gegnir um fargjöldin til Kaupmannahafnar og Óslóar Sá sem bókar í dag farmiða til London með 12 vikna fyrirvara borgar nokkru meira en sá sem var í sömu sporum sl. 4 ár. Öðru máli gegnir um fargjöldin til Kaupmannahafnar og Óslóar.
Icelandair, WOW air og easyJet rukka öll meira fyrir flugmiðana til höfuðborgar Bretlands fyrstu vikuna í september í ár en þau hafa gert frá árinu 2012. Túristi gerir mánaðarlegar kannanir á flugmiðum til London, Kaupmannahafnar og Óslóar og eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá borgar farþegi í dag meira fyrir flugið til London í lok sumars en áður. Hækkunin er langmest hjá Icelandair. Þróun fargjalda til höfuðborga Danmerkur og Noregs er mismunandi á milli flugfélaga, sum þeirra bjóða nú lægra verð en önnur hærra. 
verdkonnun12jun-31agu-6sep

Dýrt með stuttum fyrirvara

Túristi kannaði líka fargjöldin eftir fjórar vikur og það er greinilegt að þeir sem ákveða sumarferðalag til borganna þriggja með skömmum fyrirvara þurfa að sætta sig við að borga hátt farmiðaverð eða á bilinu 56 til 80 þúsund. Líkt og og áður eru fundin lægstu fargjöld, báðar leiðir, hjá hverju flugfélagi fyrir sig innan hverrar viku. Reiknað er með að lágmarksdvöl í útlöndum séu tvær nætur og farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið þar sem það á við.
verdkonnun12jun - 6til12jul