Ferðamenn borga tvöfalt verð fyrir pylsurnar

newyork straeti

Það er því miður nokkuð um óheiðarlega pylsusala í New York og borgaryfirvöld ætla að taka á vandanum og óska eftir ábendingum frá túristum. Það er því miður nokkuð um óheiðarlega pylsusala í New York og borgaryfirvöld ætla að taka á vandanum og óska eftir ábendingum frá túristum.
Nýverið var pylsusali við One World Trade Center í New York staðinn að því að rukka ferðalang 30 dollara, eða rúmar þrjú þúsund krónur, fyrir pylsu með öllu. Vanalega kostar rétturinn hins vegar um fjóra dollara (um 500 kr.) á strætum Manhattan. Samkvæmt frétt New York Post eru mýmörg dæmi um að svindlað sé á túristum við pylsustanda borgarinnar og algengt að þeir séu rukkaðir um tvöfalt gjald eða um 8 dollara. Ástæðan fyrir þessu vandamáli er meðal annars sú að verðlistar eru hvergi sjáanlegir við matarvagnana og þar með borga ferðamennirnir uppsett verð í góðri trú. Vandamálið mun vera mest í fjármálahverfi borgarinnar og þar sem ferðamenn eru flestir.

Biðja fólk um að klaga svindlið

Yfirmaður neytendamála í New York segir í viðtali við New York Post að þar í borg sé neytendavernd hátt skrifuð hjá yfirvöldum og nauðsynlegt sé að tryggja að óheiðarlegt sölufólk svindli hvorki á gestum borgarinnar eða heimamönnum sjálfum. Í New York geta þeir sem telja sig hafa verið hlunnfarna af veitingafólki hringt í símanúmerið 311 og kvartað en einnig má fara inn á sérstaka heimasíðu og láta vita af svindlinu.